fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Eyjan

Yfirgefur borgarstjórn og tekur við sem framkvæmdastjóri

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 12:35

Kristín Soffía Jónsdóttir Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, vendir nú kvæði sínu í kross og siglir á önnur mið eftir 11 ár í starfi hjá Reykjavíkurborg.  Hún hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups og hefur störf í sumar. Hún tekur við starfinu af Salómé Guðmundsdóttur.

Icelandic startups er í eigi Origo, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Fyrirtækið veitir frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á Íslandi stuðning og stendur meðal annars að viðskiptahraðlinum Startup Supernova sem er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki. Eins sér fyrirtækið um að skipuleggja nýsköpunarverkefnin Gulleggið, Til sjávar og veita, Startup orkidea, Snjallræði, Hringiðu og Firestarter.

Kristín Soffía greinir frá þessu á samfélagsmiðlum:

„Eftir frábær 11 ár í borginni hef ég ákveðið á sigla á önnur mið og tek í sumar við sem framkvæmdastjóri Icelandic Startups. Ég er virkilega þakklát fyrir þetta tækifæri og full tilhlökkunar.

Ég hef lært svo margt og skemmt mér svo vel á þessum rúma áratug sem ég hef helgað borgarmálum og get ég alveg mælt með þeim starfvettvangi.

Í dag er nýsköpun ekki bara spennandi og skemmtileg, hún er nauðsynleg til að skapa hér störf og græna framtíð og ég er tilbúin að leggja mitt að mörkum.

Næst á dagskrá er að hitta verðandi samstarfsfólk og undirbúa þessar breytingar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli