fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Brynjar vill leggja Samfylkinguna til hinstu hvílu – „Er svona málflutningur bara sýndarmennska?“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 30. september 2020 10:51

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að Samfylkingin leggist af í færslu á Facebook-síðu sinni í dag.

„Stundum er talað um að koma að tómum kofanum. Það hlýtur að komið upp í huga margra sem hlustuðu fréttaviðtöl við formann og tilvonandi varaformann Samfylkingarinnar í kvöldfréttunum í gær um efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar,“ segir Brynjar í færslunni. „Þau höfðu engin betri ráð til að glíma við vandann en að hækka atvinnuleysisbætur. Er það virkilega svo að forystumenn Samfylkingarinnar hafi engan skilning á því hvar hagsmunir almennings liggja og gangverki efnahagslífsins? Eða er svona málflutningur bara sýndarmennska?“

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í viðtali á Íslandi í dag á Stöð 2 í gær en Helga tilkynnti það nýverið að hún ætli að gefa kost á sér í kjör varaformanns flokksins. Brynjar segir að viðtalið hafi verið „fróðlegt“.

„Samfylkingarmenn tala stundum um að það þurfi að hvíla Sjálfstæðisflokkinn eitt kjörtímabil. Má vera að allir þurfi á hvíld að halda öðru hvoru. En þá verða einhverjir að vera til staðar sem geta tekið keflið,“ segir Brynjar sem leggur síðan til þess að Samfylkingin taki sér hvíld, jafnvel fyrir fullt og allt þá.

„Sýnist frekar að Samfylkingin þyrfti hvíld – jafnvel for good eins og menn segja á útlensku. Lauma hér að þeirri tillögu að jafnaðarmenn endurveki gamla Alþýðuflokkinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu