fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Eyjan

SA: Lífskjarasamningurinn gildir – engin atkvæðagreiðsla um uppsögn

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 29. september 2020 15:12

Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri SA. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ákvörðun framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins að Lífskjarasamningurinn gildi áfram. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fer því ekki fram. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA.

Framkvæmdastjórn SA hefur í dag lagt mat á aðgerðir stjórnvalda í átta liðum, sem að umfangi nema  25 milljörðum króna, til þess að koma til móts við íslenskt atvinnulíf vegna áhrifa kórónukreppunnar. Í tilkynningunni segir að framkvæmdastjórnin hafi tekið afstöðu til tveggja kosta:

  • Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um framhald eða uppsögn Lífskjarasamningsins.
  • Áframhald samningsins að teknu tilliti til aðgerða stjórnvalda. Þar vega þyngst lækkun tryggingagjalds, aðrar skattalegar ívilnanir og beinir styrkir til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir algerum tekjubresti vegna kreppunnar.

Þá segir í tilkynningunni að hugmyndum SA um frestun launahækkana og lengingu kjarasamnings sem henni nemur, tímabundna lækkun á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði og tímabundna frestun á endurskoðun kjarasamningsins hafi öllum verði hafnað umræðulaust.

Sú staða þvingaði Samtök atvinnulífsins til að leita samstarfs við stjórnvöld um mótun sameiginlegra viðbragða við gerbreyttri stöðu atvinnulífsins frá því þegar Lífskjarasamningurinn var undirritaður  fyrir rúmu ári síðan. Yfirlýsingin ber vitni um sameiginlega ábyrgð SA og stjórnvalda og vilja til þess að leiða samfélagið í gegnum kreppuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hálfgerður þursaflokkur

Orðið á götunni: Hálfgerður þursaflokkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni