fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 11:06

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mynd: Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ríkisstjórnin nýtur meirihlutafylgis aðspurðra, eða 57%, en sá stuðningur hefur minnkað um þrjú prósent frá síðustu könnun.

Sjálfstæðisflokkur er stærstur með 24% og minnkar um eitt prósentustig frá síðustu könnun.

Samfylkingin er næststærst með tæplega 15%.

VG eru með 13,6%

Píratar eru með 10,7% og Viðreisn 10,5. Miðflokkurinn er með 10,2%

Nokkuð þar á eftir kemur Framsóknarflokkurinn með 8,6%

Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins eru báðir með innan við fjögur prósent og myndu ekki ná mönnum á þing miðað við þessa niðurstöðu.

Um var að ræða netkönnun sem gerð var dagana 2. til 30. júní. Heildarúrtak var rúmlega 10 þúsund manns og tóku rétt rúmlega helmingur afstöðu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar