fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Vilhjálmur Bjarna og Unnur Brá gætu snúið aftur á þing

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 12. júlí 2020 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur, fjallar um framboðsmál flokkanna í pistlum sínum í DV þessar vikurnar. Í nýjasta pistlinum er velt upp mögulegum þingmannsefnum Sjálfstæðisflokks og fjallað um stöðu flokksins almennt í einstökum kjördæmum. Þegar kemur að Suðurkjördæmi segir meðal annars:

„Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason munu báðir ætla sér fram og enn á ný heyrist nafn Elliða Vignissonar nefnt sem mögulegs frambjóðanda í oddvitasætið. Þá þykir afar líklegt að Unnur Brá Konráðsdóttir reyni aftur fyrir sér í kjördæminu og stefni þá á fyrsta eða annað sætið. Heimildarmönnum í kjördæminu ber þó saman um að hún muni eiga á brattann að sækja. Unnur Brá var í öðru sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar 2013 en féll niður í fjórða sætið fyrir kosningarnar 2016. Það sæti dugði henni ekki til endurkjörs 2017. Ýmsir hafa nefnt að hún ætti meiri möguleika á kjöri í Reykjavík þrátt fyrir að hafa verið sveitarstjóri í Rangárþingi eystra. Viðhorf hennar, meðal annars í innflytjendamálum, eigi meiri hljómgrunn í þéttbýlinu en í Suðurkjördæmi.“

Og í Kraganum er líka velt upp nöfnum:

„Ýmsir viðmælenda nefna Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem þingmannsefni og enn fleiri Karen Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi. Þar sem miðaldra karlar setja á feti fyrir eru miklu meiri möguleikar fyrir nýjar konur að komast að.

Vilhjálmur Bjarnason hyggst aftur gefa kost á sér en hann féll út af þingi 2017. Hann er talsvert eldri en flestir þingmenn flokksins og gæti þannig „breikkað ásýndina“ eins og stundum er komist að orði.“

Meira um málið í nýjasta DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“