fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Guðmundur svarar Jóni Þór – „Hann ætti kannski að kynna sér stjórnarskrána betur sjálfur“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, hefur gefið út að hann hyggist gefa 50% launa sinna verði hann kosinn þann 27. júní. Hyggst hann nýta sér 25. grein stjórnarskrárnar, sem gerir forseta kleift að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, nefndi í Pírataspjallinu á Facebook að Guðmundur hefði ekki unnið heimavinnuna sína, því samkvæmt annarri málsgrein 9. greinar stjórnarskrárinnar væri tekið fram að óheimilt sé að lækka launagreiðslur forseta á kjörtímabilinu.

„Það má aldrei lækka þau meðan for­setinn er við em­bætti, án þess að brjóta stjórnar­skrána,“

segir Jón Þór.

Röng túlkun

Eyjan hafði samband við Guðmund í dag sem var austur á fjörðum. Hann segir Jón Þór fara með fleipur:

„Hann kann ekki að túlka stjórnarskrána frekar en margir af þingmönnum okkar, sem brjóta hana á hverjum degi. Níunda greinin er ætluð fyrst og fremst til að verja forsetann gegn því að Alþingi lækki launin hans, ef hann reynist þeim erfiður ljár í þúfu,“

sagði Guðmundur og bætti við:

„Ég vil benda Jóni Þór á að hann ætti kannski að kynna sér stjórnarskrána betur sjálfur, því stjórnmálamenn sem kalla sig stjórnmálafræðinga ættu kannski ekki að vera að hnýta í aðra sem eru að sækjast eftir þjóðkjörnu starfi með þessum hætti nema vita hvað þeir eru að tala um.“

Guðmundur sagði einnig að hann hygðist semja við þingið um að lækka laun sín yrði hann kjörinn, þó hann þyrfti að beita hótunum:

„Ef Alþingi einhverra hluta vegna vildi ekki gera þetta, þá yrði kannski erfiðara fyrir þá að fá mig til að skrifa undir allt sem þeir vilja að ég skrifi undir. Þetta er bara samningsatriði. Það verður ekkert að lögum nema forsetinn skrifi undir,“

segir Guðmundur sem hefur boðað að hann muni virkja málskotsréttinn verði hann kjörinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli