fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Eyjan

Logi Bergmann baunar á Guðmund Franklín -„Ekki nóg að tala bara við vini sína“

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 20. júní 2020 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sagt er að til séu þrjár tegundir af fólki. Þau sem kunna að telja og þau sem kunna það ekki,“ segir fjölmiðlamaðurinn og stjórnmálafræðingurinn Logi Bergmann Eiðsson í pistli sínum í Morgunblaðinu í dag, hvar hann fjallar um forsetaframbjóðandann Guðmund Franklín Jónsson.

Sem kunnugt er hefur Guðmundur ekki viljað taka mark á skoðanakönnunum hjá þeim fyrirtækjum sem beita vísindalegum aðferðum, en þær sýna Guðmund ítrekað með um eða undir 10% fylgi, meðan sitjandi forseti mælist með um og yfir 90% stuðning.

Hefur Guðmundur heldur kosið að treysta netkönnunum frá Útvarpi Sögu, Bylgjunni og DV, sem hafa reynst honum vilhallari, en niðurstöður þeirra eru þó ónákvæmar þar sem mælingarnar standast ekki vísindalegar kröfur.

Logi nefnir að draumur margra sé að fá sönnun fyrir því að verið sé að gera allt rétt og geta flaggað því með einhverskonar opinberu plaggi:

„Nýjasta dæmið er um kannanir á fylgi forsetaframbjóðenda. Þar hefur annar frambjóðandinn, og reyndar býsna margir stuðningsmenn hans, hreinilega hafnað því að þær séu réttar. Mögulega af því að það er ekki talað við rétta fólkið, fólkið sem á könnunarfyrirtækin er hluti af hinni meintu „elítu“ eða niðurstöður eru blátt áfram falsaðar. Hans eigin kannanir gefi allt aðra mynd og sama gildi um kannanir á vefsíðum og útvarpsstöðvum.“

Vinirnir enginn þverskurður

Logi segist loksins geta nýtt sér nám sitt til að greina stöðuna og útskýrt af hverju nálgun Guðmundar nær ekki nokkurri átt:

„Þá er loksins komið að því að ég geti farið að nota þetta 25 ára nám mitt í stjórnmálafræði. Lykilatriði í þessum vísindum er við hverja er talað. Það er nefnilega svo merkilegt að þegar á að finna þverskurð þjóðarinnar þá þarf einmitt að tala við þverskurð þjóðarinnar. Þá er ekki nóg að tala bara við vini sína, stuðningsmenn og fylgjendur.“

Væntingastjórnun

Logi nefnir að ekki dugi til að gera könnun meðal vina á Facebook, þar sem niðurstöðurnar gefi ekki rétta mynd:

„Lykilhugtakið hér er slembiúrtak þýðis (gaman að geta slegið um sig). Það er segja að fólk sé valið af handahófi úr hópi þeirra sem verið er að rannsaka. Í þessu tilviki íslenska þjóðin. Aðeins þannig fæst raunveruleg niðurstaða. Ég vildi bara nefna þetta svo við lendum ekki í því sama og síðast þegar forsetaframbjóðandi sem hafði fengið meirihluta atkvæða í könnun á útvarpsstöð stóð svo steinhissa að kvöldi kjördags með hálft fjórða prósent. Við getum kannski kallað þetta væntingastjórnun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu