fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Guðmundur Franklín 2020 og Sigrún Þorsteinsdóttir 1988

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 20. júní 2020 12:42

Guðmundur Franklín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Jón Bragason veltir því upp í pistli sínum í nýútkomnu helgarblaði DV að margt sé líkt með forsetakosningunum árið 1988 og þeim sem haldnar verða eftir viku, þar sem kosið verður á milli Guðna Th. Jóhannessonar forseta, og Guðmundar Franklín Jónssonar, viðskiptafræðings.

Margt bendir til þess að sömu örlög bíði Guðmundar Franklín og Sigrúnar Þorsteinsdóttur, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988, en samkvæmt nýjustu könnunum nýtur Guðni stuðnings 92% þjóðarinnar meðan Guðmundur fær um 8% stuðning:

„Vigdís Finnbogadóttir var sjálfkjörin 1984 eftir fjögur ár á forsetastóli, en 1988 brá svo við að Sigrúnu Þorsteinsdóttur úr Vestmannaeyjum tókst að safna tilskildum fjölda meðmælanda. Sigrún hafði starfað í Sjálfstæðisflokknum og síðar í Flokki mannsins. Hún kvaðst myndu vilja að forseti yrði miklu virkari í stjórnmálum og að hann ætti óspart að synja lagafrumvörpum staðfestingar,“

skrifar Björn Jón.

Þurfti að varast hroka

Vigdísi var vandi á höndum hvernig hún ætti að bera sig að gagnvart framboði Sigrúnar. Ekki yrði um mikla baráttu að ræða en Vigdís yrði að gæta sín að tala ekki þannig að hægt yrði að saka hana um hroka í garð Sigrúnar.

Björn Jón skrifar svo:

„Vigdís tók þá afstöðu að hafna óskum Sigrúnar um kosningafundi og sagði þjóðina geta dæmt sig af verkum sínum. En þrátt fyrir það hvöttu stuðningsmenn Vigdísar landsmenn til að mæta á kjörstað og sýna þannig í verki þakklæti fyrir hennar störf.“

Fordæmalaus stuðningur

Vigdís fékk í kosningunum mesta stuðning sem nokkur hefur hlotið í fosetakosningum hér á landi eða 92,7% greiddra atkvæða en Sigrún 5,3%. Kjörsókn var 72,4%.

Alls greiddu 117.292 manns Vigdísi atkvæði sitt, en enginn frambjóðandi hefur fyrr eða síðar fengið yfir 100 þúsund atkvæði.

Í pistlinum segir um kjörsóknina:

„Líklega varð 72,4% kjörsókn að teljast góð því fjöldi fólks var á ferðalögum þegar kosið var 25. júní 1988. Og sama dag var háður úrslitaleikur Evrópukeppninnar í knattspyrnu milli Hollands og Sovétríkjanna. Fróðlegt verður að sjá hver kjörsóknin verður í forsetakosningunum 27. júní nk. og atkvæðatölurnar sömuleiðis þó fáir efist um úrslitin.“

Nánar má lesa um málið í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna