fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Eyjan

VG höfnuðu framkvæmdum sem hefðu skapað mörg hundruð störf

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 07:45

Frá aðstöðu NATO á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinstri græn lögðust gegn því að farið yrði í umfangsmiklar framkvæmdir á Suðurnesjum á vegum Atlantshafasbandalagsins. Umfang framkvæmdanna var talið nema 12 til 18 milljörðum króna og átti íslenska ríkið ekki að leggja mikið fé fram til framkvæmdanna. Mörg hundruð störf hefðu skapast við þessar framkvæmdir.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir þessu úr röðum ríkisstjórnarflokkanna. Segir blaðið að samkvæmt þessum heimildum hafi VG hafnað þessum fyrirætlunum en hins vegar hafi Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur viljað fara í þær. Málið var að sögn ekki rætt formlega innan ríkisstjórnarinnar en VG er sagt hafa hafnað þessari hugmynd alfarið í óformlegum samtölum milli flokkanna.

Heimildir Morgunblaðsins herma að meðal annars hafi verið áformað að byggja upp stórskipahöfn, ný gistirými og vöruhús. Gera megi ráð fyrir að mörg hundruð störf hefðu skapast við þessar framkvæmdir. Mörg tímabundin en tugir ef ekki hundruðir varanlegra starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng