fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Kristinn er sjötugur og fær ekki hlutabætur vegna ágalla í kerfinu – „Þetta er þakklætið – ER ÞETTA Í LAGI?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 13:15

Kristinn Jónsson. Mynd - Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fór inn á vef Vinnumálastofnunar til að skrá mig inn á hlutabætur samkvæmt samningi sem ég hafði gert í síðustu viku við minn vinnuveitanda, þá fékk ég þessi skilaboð: Umsækjandi hefur náð 70 ára aldri og hefur því ekki bótarétt. Þetta er þakklætið sem við sem eldri erum fáum frá kerfinu eftir hartnær 60 ár á vinnumarkaði. ER ÞETTA Í LAGI?“

spyr Kristinn Jónsson, starfsmaður Húsasmiðjunnar á Facebook.

Falla milli þilja

Vinnumálastofnun fer einungis eftir lögum um atvinnuleysistryggingar frá 2006 þar sem aðeins fólk á aldrinum 18-69 ára hefur rétt til bóta. Vandamálið liggur því hjá löggjafanum.

Kristinn sagði við Eyjuna að  engin úrræði önnur væru í boði fyrir þá sem eldri væru og kysu að vinna. Hann þurfi því að styðjast við ellilífeyrinn, sem væri ekki mjög hár, en Kristinn er í 80% vinnu hjá Húsasmiðjunni. Fær hann 25 þúsund krónur mánaðarlega frá Tryggingastofnun.

Hann sagði þó að þingmenn í velferðarnefnd hefðu haft samband við hann og látið vita að málið yrði rætt í nefndinni sem fyrst.

Óskar eftir stuðningi

Einn þeirra þingmanna er Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni.

Hún fjallar um málið á Facebook einnig þar sem hún hyggst óska eftir stuðningi um breytingu á þessu ákvæði er varðar aldursskilyrði til hlutabóta:

„Athygli mín var vakin á því að í lögum um hlutabætur, sem við afgreiddum með hraði úr Velferðarnefnd og þingi fyrir rúmri viku væri einn ágalli. Þannig er að í lögum um atvinnuleysistryggingar er eitt skilyrða fyrir atvinnuleysisbætur þær að umsækjendur verða að vera á aldrinum 18-70 ára. Þannig geta þeir sem eldri eru en 70 ára og fara núna á skert starfshlutfall ekki sótt um hlutabætur. Það er einfaldlega ekki lagaheimild fyrir því.

Í meðferð okkar á þessu máli aftengdum við ákvæði varðandi námsmenn, sem alla jafna geta ekki sótt um atvinnuleysisbætur, en geta nú sótt um hlutabætur. Ég tel rétt að við tökum einnig tillit til þessa hóps eldri en 70 ára sem enn eru á vinnumarkaði og hef því sent póst á Velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við tillögu mína um breytingu á þessu ákvæði er varðar hlutabæturnar. Vonandi fæst samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir þessu, enda skýrt réttlætismál að mínu mati. Við ættum þá að geta lagfært þetta á þeim þingfundum sem fyrirhugaðir eru á morgun og mánudag.

(Viðbót – stjórnarandstaðan hefur nú brugðist við og styður málið. Vonandi verða stjórnarliðar jákvæðir)“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun