fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Gefur lítið fyrir orð forsætisráðherra – „Hvernig væri að hún byrjaði á sínum flokki og sinni ríkistjórn?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. mars 2020 15:09

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fari ekki eftir eigin orðum varðandi samstöðuna sem hún hafi boðað í kjölfar Covid-19.

Ágúst skrifar í gærkvöldi:

„Mikið getur pólitíkin stundum verið fyrirsjáanleg. Núna í skugga heimsfaraldurs hefði maður haldið að ríkistjórnarflokkarnir gætu risið upp úr pólitískum skotgröfum. Rétt áðan gekk þingheimur til atkvæða um efnahagslegar aðgerðir vegna kóróna-faraldurs. Samfylkingin studdi allar tillögur ríkisstjórnarinnar en viti menn, hver einasti þingmaður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, kaus gegn öllum tillögum sem við komum með frá stjórnarandstöðunni (sem 47% af þjóðinni kaus síðast).“

Ágúst minnir á orð forsætisráðherra um samstöðu, sem hann telur að virki bara í aðra áttina þegar kemur að Katrínu og ríkisstjórninni:

„Merkilegt hvað sumum finnst samstarf og samvinna eigi í raun bara að virka í aðra átt. Forsætisráðherra hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar sýni samstöðu, ekki síst á þessum tímum. Hvernig væri að hún byrjaði á sínum flokki og sinni ríkistjórn?“

 

Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar var samþykktur í gærkvöldi í sex þingmálum upp á tæpa 26 milljarða króna, en allar breytingatillögur frá stjórnarandstöðunni voru felldar. Aukningin frá fyrstu umræðu er um 4.6 milljarðar, en stærsta málið var hinn svokallaði bandormur sem nær til ýmissa efnahagslegra aðgerða vegna áhrifa kórónaveirunnar.

Sameiginlegar tillögur stjórnarandstöðunnar voru upp á 30 milljarða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð