fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Við erum eitt mannkyn, veirur virða ekki þjóðerni eða landamæri

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. mars 2020 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum eitt mannkyn. Og óáran eins og veirur og sjúkdómar þekkja ekki þjóðerni. Lækning við covid 19 og uppgötvun á bóluefni gegn sjúkdómnum er líka sammannlegt verkefni. Kemur ekki til greina að gera það öðruvísi en að deila rannsóknum, þekkingu og niðurstöðum. Allt annað er mannfjandsamlegt, getur ekki verið á forsendum fjármagns eða einkaleyfa.

Maður er snortinn þegar maður les að Kínverjar hafi sent heilbrigðisstarfsfólk og búnað til Ítalíu þar sem ástandið er verst núna. Manni sýnist á fjölmiðlum að Kínverjar ætli að auka aðstoð af þessu tagi, fyrir þá getur það verið diplómatískur ávinningur, fyrir utan mannúðarsjónarmiðin.

Ég þykist ekki vera neinn engill en um langt árabil hef ég styrkt samtök sem kallast Læknar án landamæra. Nafnið gefur til kynna hvert eðli starfseminnar er – að lækna sjúkdóma þvert á landamæri. Hætt er við að mikið muni mæða á samtökum af þessu tagi þegar faraldurinn breiðist út um Afríku.

Nú eru lönd að loka að sér í stórum stíl – það getur haft sitt gildi sem sóttvarnaraðgerð. Þó er ljóst að faraldurinn mun geisa um Evrópu og Bandaríkin af miklum krafti þrátt fyrir slíkar aðgerðir. Lokanirnar hefðu þá þurft að koma fyrr til sögunnar og þó ekki víst að þær hefðu virkað.

Hin þjóðhverfu viðhorf geta líka skaðað. Kínverjar brugðust of seint við veirunni og trössuðu að tilkynna alþjóðasamfélaginu um alvarleika hennar. Þeir vildu ekki skaða orðspor sitt. Og það er líkt og sumar þjóðir á Vesturlöndum hafi talið sig vera ónæmar – þetta væri jú bara eitthvað sem væri að gerast austast í Asíu og þyrfti lítið að hafa áhyggjur af. Eina ráðið gegn svona ófögnuði eru auðvitað sterk og samhæfð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Það er einn lærdómurinn sem við getum þegar dregið af útbreiðslu veirunnar.

Það er svo skammarlegt að hlusta á Trump Bandaríkjaforseta bisa við að gefa sjúkdómnum nafnið „Kínverska veikin“ – honum er eðlislægt að vilja alltaf skella skuldinni á aðra. Og nú slær hann tvær flugur í einu höggi, gerir Kínverja að blórabögglum og notar þetta sem vopn í togstreitunni við þá.

Nú les maður að Evrópusambandið hafi sent Kínverjum mikið af búnaði þegar veiran geisaði þar. Það er gott. En í dag fréttist að ESB sé búið að banna sölu á lækningabúnaði út fyrir sambandið. Ætlunin er að safna eins miklum birgðum og hægt er. Manni bregður í brún þegar maður sér að ekki sé gert ráð fyrir því að EES-ríkin séu með. Því hlýtur að vera kippt í liðinn fyrir kvöldmat. EES-ríkin eru hluti af innri markaðnum. Þetta er örugglega í algjörum forgangi í utanríkisráðuneytinu.

Ef það er ekki gert verður að segjast eins og er að EES-samningurinn er ekki mikils virði. Það er ótrúlegt annað en að þessu verði breytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun