fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Eyjan

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, benti á í vikunni að ríkisstjórnin hafi áætlað að leggja fram 48 mál í janúar og febrúar, en einungis fimm mál hafi verið lögð fram.

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti,“

skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir um þessa framlegð ríkisstjórnarinnar í leiðara Fréttablaðsins í dag. Hún nefnir að Þorsteinn hafi spurt á þingi hvort ríkisstjórnin hafi lagt niður störf, en einn dyggur stjórnarliði, Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafi þó komið stjórninni til varnar:

„Hann sagði að sú ríkisstjórn væri ekki endilega best sem legði fram flest frumvörp og samþykkti flest mál. Má svo sem til sanns vegar færa að best sé að ríkisstjórn sem iðulega gerir meira ógagn en gagn sé sem aðgerðaminnst. Almenningur fær þá allavega frið fyrir henni á meðan,“

segir Kolbrún.

Vondar hugmyndir

Kolbrún tínir til hin og þessi mál sem ekki eru henni að skapi og byrjar á virkjanaáætlunum:

„Það er þó ekki eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar fái ekki hugmyndir, þær eru bara svo oft ekki nægilega góðar. Mikið væri nú gaman ef ráðherrar landsins myndu vakna einn morguninn, hugsa um fegurð landsins og mikilvægi náttúruverndar og heita sjálfum sér því að gerast talsmenn náttúrunnar og leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir verndun hennar. Enga Hvalárvirkjun á minni vakt, takk fyrir! En þannig vakna ráðherrar ekki, nema kannski umhverfisráðherrann velviljaði stutta stund, svona rétt áður en hann rankar við sér í hinum ískalda raunveruleika og man að hann er í ríkisstjórnarsamstarfi með flokki virkjanasinna, Sjálfstæðisflokknum, og öðrum flokki, Framsóknarflokki, þar sem orðið náttúruvernd hefur nákvæmlega ekkert vægi.“

Hún óskar þess einnig að dómálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vakni endurnærð einn daginn og segi við sjálfa sig:

„Nú ætla ég að tala af einlægni máli þeirra foreldra sem hingað leita í neyð í von um að geta boðið börnum sínum nýtt og betra líf.“

Þá leggst Kolbrún gegn því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður líkt og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir hyggst gera um næstu áramót:

„Þetta hljómar eins og hugmynd ráðherra sem hefur lítið við að vera. Er þetta virkilega brýnt hagsmunamál fyrir íslenska þjóð? Sjálfsagt útskýrir ráðherra nauðsyn þessa á þingi í löngu og staglkenndu máli, á þann hátt að enginn verður nokkru nær.Kannski er öllum fyrir bestu að þessi ríkisstjórn sé sem aðgerðaminnst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes skýtur á opinbera starfsmenn

Hannes skýtur á opinbera starfsmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skrif Harðar vekja hörð viðbrögð: Hver er að beita skuggastjórnun?

Skrif Harðar vekja hörð viðbrögð: Hver er að beita skuggastjórnun?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bæjarfulltrúi spyr hvort lífshættulegt sé að búa á landsbyggðinni

Bæjarfulltrúi spyr hvort lífshættulegt sé að búa á landsbyggðinni