fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Eyjan

Stefán ekki byrjaður í starfi en skorar á stjórnmálamenn – „Það hlýtur þá að kalla á breytingar á lögunum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. febrúar 2020 11:00

Myndin ber kannski ekki með sér að Stefán hafi verið í stuði. Hann var samt í stuði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Eiríksson tekur við sem útvarpsstjóri þann 1. mars. Hann er þó þegar byrjaður að spila hinn pólitíska leik sem óneitanlega fylgir því starfi.

Stefán segir í viðtali við Kjarnann um helgina að hann sé tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgi starfinu og ef það eigi að taka RÚV af auglýsingamarkaði, líkt og lagt er til í fjölmiðlafrumvarpinu, þurfi hann að vita úr hvaða annarri starfsemi þurfi að draga til þess að reksturinn haldi stefnu:

„Ég er ekki tekinn við sem útvarpsstjóri og hef ekki fengið innsýn í þau mál frá þeim sjónarhóli. En ég held að það sé mjög mikilvægt að ef að til stendur að gera einhverjar takmarkanir á því hvernig RÚV vinnur á auglýsingamarkaði þá verði að fylgja með mjög skýr skilaboð um úr hverju eigi að draga. Hvað eigi þá að láta undan í rekstri RÚV. Það hlýtur þá að kalla á breytingar á lögunum sem um Ríkisútvarpið gilda því þú getur ekki á sama tíma sett kröfu um það að þú sinnir einhverju hlutverki en dregið svo úr tekjunum án þess að taka stefnumarkandi ákvörðun um það hvað eigi að gera. Það er í höndum stjórnmálamanna.“

Tekjuáskorun

Stefán segist gera sér grein fyrir því að takmarkanir séu á því hvernig RÚV geti aflað sér tekna, en samkvæmt lögum má RÚV ekki leita á náðir efnisveita og internetsins hvað það varðar.

Stefán telur hins vegar ekki ástæðu til að víkka út þá möguleika sem RÚV hefur til tekjuöflunar, hann hefur trú á línulegri dagskrá:

„Þetta er auðvitað ein af þeim áskorunum sem Ríkisútvarpið mun standa frammi fyrir á næstu fimm til tíu árum. Það er alveg fyrirsjáanlegt að tekjur af auglýsingum munu í meira mæli fara í gegnum nýja miðla og nýjar leiðir til miðlunar þar sem RÚV hefur ekki heimild, samkvæmt lögum, að afla sér tekna, heldur verður að halda sig við, eins og ramminn er í dag, þessa hefðbundnu línulega dagskrá í þeim efnum,“

segir Stefán og bætir við:

„Í mínum huga er það áskorun og ef að tekjur RÚV munu dragast umtalsvert saman, af hvaða ástæðu svo sem það er, þá er það eitthvað sem þarf að mæta með minna umfangi eða færri tækifærum til að koma efninu á framfæri. Það segir sig bara sjálft. Þetta snýst um hvaða rammi er settur utan um RÚV og það eru stjórnmálamenn sem gera það á hverjum tíma.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann