fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Forsætisráðherra undirritar þjónustusamning við Samtökin ’78

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðuneytið og Samtökin ’78, hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi, hafa ákveðið að endurnýja samning um að samtökin sinni sértækri fræðslu, þjónustu og ráðgjöf er varða málefni hinsegin fólks. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, undirrituðu samstarfssamning í Stjórnarráðinu í dag.

Samningnum er ætlað að efla þjónustu við hinsegin einstaklinga og aðstandendur þeirra og tryggja fagfólki í opinberri stjórnsýslu, skólum og annarri almannaþjónustu fræðslu um málefni hinsegin fólks.

Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á jafnréttismál og í stefnuyfirlýsingu hennar kemur fram það markmið að Ísland verði í fremstu röð hvað varðar málefni hinsegin fólks. Í samstarfi við Samtökin ’78 og með framfylgd laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019 er vonast til að Ísland nái því markmiði.

Samningurinn er til eins árs og gildir frá 18. febrúar 2020 til 18. febrúar 2021. Auk þeirra 15 milljóna sem forsætisráðuneytið greiðir samtökunum til að sinna þeim verkþáttum sem samningurinn tekur til samþykkti Alþingi í fyrra 20 milljóna króna fjárveitingu til Samtakanna ’78. Þannig hafa fjárframlög ríkisins til samtakanna margfaldast á síðustu árum, en árið 2017 voru þau sex milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar