fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Efling sakar einkarekna skóla um undirboð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. október 2020 09:22

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stéttarfélagið Efling telur að einkareknir skólar krefjist skerðingar á réttindum kvenna í fæðingaorlofi og afnáms uppsagnarverndar. Eru skólarnir einnig sagðir vilja skerða veikindarétt úr 360 dögum niður í 14 daga.

Kjaraviðræður Eflingar við Samtök sjálfstætt starfandi skóla standa yfir og hefur Efling sent harðorða fréttatilkynningu frá sér til fjölmiðla um afstöðu skólanna. Segir Efling að SSSK hafi krafist kjaraskerðinga í mörgum liðum á samningafundi þann 7. október.

Í tölvupósti Eflingar til fjölmiðla segir að ef farið yrði að þessum kröfum yrðu kjör starfsfólks í þessum skólum mun lakari en kjör borgarstarfsmanna í sambærilegum störfum:

„Kjaraviðræður Eflingar við Samtök sjálfstætt starfandi skóla (SSSK) hafa leitt í ljóst að einkareknir skólar á höfuðborgarsvæðinu, sem starfa fyrir almannafé, hyggja á víðtæk félagsleg undirboð gagnvart starfsfólki sínu.

Á samningafundi í fyrradag, 7. október, kröfðust SSSK kjaraskerðinga í mörgum liðum, þar á meðal að afnema núverandi uppsagnarvernd, skerða réttindi í fæðingarorlofi og stytta veikindarétt, í sumum tilfellum 25-falt.

Kjör umræddra starfsmanna hafa í næstum 20 ár tekið mið af starfskjörum starfsfólks Reykjavíkurborgar í sömu störfum. Yrði fallist á kröfur SSSK yrðu kjörin mun verri en borgarstarfsmanna. Yfirgnæfandi meirihluti starfsfólksins sem um ræðir eru konur á lægstu launatöxtum.

Formaður SSSK fullyrti í viðtali við Mbl.is þann 7.10.2020 að engar kjaraskerðingar væru í tillögunum. Þar er um óþolandi rangfærslur að ræða sem Efling sér sig knúna til að leiðrétta. Í meðfylgjandi minnisblaði er farið yfir viðbrögð samninganefndar Eflingar á samningafundi í gær 8.10.2020.

Af 22 skólum sem í hlut eiga starfa 20 samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg þar sem ríkar kröfur eru gerðar til starfseminnar. Greidd eru framlög til skólanna úr sjóðum Reykjavíkurborgar sem miðast við rekstrarkostnað leikskóla borgarinnar, en einkareknir skólar hafa heimild til að afla sér viðbótartekna með gjaldtöku.

Viðræður Eflingar og SSSK hafa staðið í meira en hálft ár, eða allt frá því samdist við Reykjavíkurborg þann 10. mars 2020. Efling vísaði deilunni til ríkissáttasemjara í maí. Nálægt 300 félagsmenn Eflingar starfa hjá aðildarfyrirtækjum SSSK.

„Borgin hefur undirritað sögulegan kjarasamning við Eflingu þar sem mikilvægi hefðbundinna kvennastarfa var viðurkennt. Nú ætla einkareknir leikskólar, sem eru á framfæri borgarinnar, að ráðast á kjör sömu kvenna með félagslegum undirboðum. Þeir ætla meðal annars að afnema réttindi þeirra í fæðingarorlofi. Ég hef orðið vitni að ýmsu í kjaraviðræðum með félagsmönnum Eflingar en þetta er með því ótrúlegra. Ég velti því fyrir mér hvort Reykjavíkurborg ætli að taka þátt í þessari aðför,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Efling mun boða til upplýsinga- og samráðsfundar með félagsmönnum sem starfa hjá SSSK strax eftir helgi þar sem næstu skref verða ákveðin.“

 

Í minnisblaði Eflingar vegna tillagna SSSK segir að SSSK vilji víkja sér undan því að ráða starfsmenn í tímavinnu á mánaðarlaun sem nemur meira en 20% af starfshlutfalli. „Starfsmenn eiga á hættu að missa ýmis réttindi sem fylgja því að vinna á mánaðarlaunum fremur en í tímavinnu, fyrst og fremst veikindarétt.
– Krafa um áminningarferli, sem veitir vernd gegn ómálefnalegum ástæðum uppsagnar, er afnumin og þar með auðveldað til muna að segja starfsfólki upp störfum,“ segir í minnisblaðinu.“

Þá er SSK sakað um ósannindi í fjölmiðlum vegna ummæla í viðtali  í Morgunblaðinu þess efnis að tillögur félagsins fælu ekki í sér kjaraskerðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun