fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Eyjan

Hart tekist á í Silfrinu – „Sigurður minn, nú er ég að tala“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 4. október 2020 12:15

Myndin er samsett - Skjáskot úr þættinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á í Silfri Egils á RÚV í dag.

Í vikunni hélt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína fyrir þingveturinn og voru miklar umræður á þinginu í kjölfar þess. Var það aðalumræðuefni þáttarins í dag. Meðal annars fór umræðan inn á mál ungs fólks hér á landi.

„Við höfum miklar áhyggjur af ungu fólki,“ sagði Þorgerður.“ „Þetta eru fínar aðgerðir en það er samt þannig að ungt fólk í dag, í háskóla, það hefur stuðst meðal annars við það að vinna með skóla. Það er ekki að fá vinnu, lánasjóðskerfi styðst við það -“ sagði hún þegar Sigurður Ingi skýtur inn í umræðuna. „Nýtt lánasjóðskerfi, sem er náttúrulega frábært,“ sagði Sigurður og glotti.

„Sigurður minn, nú er ég að tala minn kæri,“ sagði Þorgerður þá og hélt áfram. „Nýtt lánasjóðskerfi byggir á því meðal annars að þau vinni með námi og það er ekki verið að hjálpa ungu fólki í dag.“

„Ég talaði um það Bjarni“

Þá voru þeir Logi Einarsson, formaður og þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benidiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, einnig viðmælendur í þættinum. Þeir Logi og Bjarni voru sammála um það sem þarf að gera þegar kemur að bættri velferð hér á landi en vildu þó fara sitthvora leiðina í áttina að sömu niðurstöðunni. Á meðan Logi vill fjölga opinberum störfum og bæta atvinnuleysisbætur vill Bjarni koma fyrirtækjunum á skrið svo hægt sé að fjölga störfum fyrir fólkið í landinu.

„Ykkur dettur ekkert annað í hug í Samfylkingunni en að fjölga opinberum störfum. Það sem við verðum að átta okkur á er að við höfum ekki efni á opinberu þjónustunni ef að við endurheimtum ekki störfin í einkageiranum. Lausnin getur aldrei verið sú að auka á byrði ríkisins með fleiri opinberum starfsmönnum eitt og sér,“ sagði Bjarni.

„Ég talaði um það Bjarni að þetta væri jafnvægi milli þess að skapa störf í einkageiranum og ráðast gegn undirmönnun almannaþjónustunnar,“ sagði Logi þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra