fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Magnús Geir tjáir sig um ráðningu Stefáns

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri og fyrrverandi útvarpsstjóri, tjáir sig á Facebook-síðu sinni um ráðningu Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra. Stjórn Rík­is­út­varps­ins ákvað að ráða Stefán Eiríksson sem út­varps­stjóra til næstu fimm ára. Ákvörðunin var tekin samhljóða á fundi stjórnar í gærkvöldi. Hann tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að Stefán Eiríksson verður farsæll útvarpsstjóri,“ segir Magnús. „Hann hefur sýnt hvers hann er megnugur á öðrum vettvangi og það verður gaman að sjá ferska sýn Stefáns á starfsemi RÚV og hvernig það þróast til framtíðar. Hann mun geta reitt sig á einstaklega öflugan starfsmannahóp og á notendur sem þykir afar vænt um sitt Ríkisútvarp.“

„Ég vona að innlent efni verði áfram í öndvegi, menningin haldi sínum mikilvæga sessi, fréttaþjónustan viðhaldi yfirburða trausti og þjónusta við ungt fólk haldi áfram að eflast. Og síðast en ekki síst vona ég að almannaþjónustan þróast í takt við síbreytilegar væntingar,“ segir Magnús einnig og bætir við að hann hlakki til þess að fylgjast með starfi Stefáns. „Ég hlakka til að fylgjast með og njóta framúrskarandi þjónustu RÚV okkar allra á komandi árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði