fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Jón vill RÚV af auglýsingamarkaði – „Finnst varla nema í löndum sem áður voru undir sovéskum áhrifum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. janúar 2020 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, rekur í leiðara blaðsins í dag hvers vegna hann telur að RÚV ætti að fara af auglýsingamarkaði og hvernig stofnunin ætti að bæta sér upp tekjutapið af því.

Jón hefur skoðað rekstrarreikning RÚV fyrir árið 2018 og samkvæmt honum voru rekstrartekjur stofnunarinnar tæpir 6,7 milljarðar það ár. Framlög til RÚV af fjárlögum námu rúmum fjórum milljörðum en auglýsingatekjur um tveimur og hálfum milljarði. RÚV sé leiðandi á auglýsingamarkaði með um 20% af heildarauglýsingartekjum á meðan afgangurinn af þeirri veltu dreifist á milli fjölmargra aðila. Enginn fjölmiðill á auglýsingamarkaði komist nálægt RÚV í þessum efnum. Jón skrifar síðan:

„Árum saman hefur verið deilt um hvort eðlilegt sé að ríkisfjölmiðill afli tekna með þessum hætti. Í samanburði við önnur lönd í álfunni er þetta fyrirkomulag fátítt og finnst varla nema í löndum sem áður voru undir sovéskum áhrifum. Fæst úr þeirra fortíð ætti að vera okkur til eftirbreytni.

Þeim sem vilja Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði barst óvæntur liðsauki í liðinni viku þegar Magnús Geir Þórðarson, fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði í viðtali á Hringbraut: „Að mörgu leyti tel ég að það væri og hef alltaf talið, það vera æskilegt fyrir þjónustu RÚV að vera ekki á auglýsingamarkaði. Að því gefnu að það væri bætt upp með hækkuðu útvarpsgjaldi til þess að RÚV geti staðið undir þjónustunni.“ Staða einkarekinna fjölmiðla er stjórnvöldum áhyggjuefni. Svo mikið að fyrir liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir sérkennilegu og flóknu fyrirkomulagi greiðslna úr ríkissjóði til þeirra í hlutfalli við rekstrarkostnað að vissum skilyrðum uppfylltum. Það ráðslag mun ekki leysa vanda þeirra en deyfir kannski mesta sársauka einhverra.“

Jón segir að krafan um að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði sé sjálfsögð og sú ráðstöfun muni stuðla að því að leysa úr miklum fjárhagsvanda einkarekinna fjölmiðla. Varðandi það hvernig bæta ætti stofuninni upp tekjumissinn skrifar Jón:

„Það er svo sérstakt mál hvort bæta þurfi henni upp tekjumissinn að frádregnum þeim kostnaði sem fellur til við öflun teknanna. Útvarpsgjaldið, 17.900 krónur á ári, er ekki mikið fé fyrir þá þjónustu sem landsmenn fá í gegnum miðla stofnunarinnar.

Og svo er ekki óhugsandi að mæta megi því með hagræðingu eins og flest fyrirtæki þurfa að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn