Laugardagur 22.febrúar 2020
Eyjan

Svandís um neyðarástandið á Landspítalanum – „Við því hefur verið brugðist“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 10:41

Svandís Svavarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir hefur sætt harðri gagnrýni vegna stöðunnar á Landspítalanum, sem læknar og starfsfólk lýsa sem neyðarástandi og notuð hafa verið ýmiskonar skrautleg lýsingarorð til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni, þar sem álag á starfsfólk hefur þegar leitt til ótímabærs dauða að minnsta kosti eins manns.

Þá virtist fundur Svandísar með læknaráði á dögunum ekki hjálpa mikið til, hvar hún var gagnrýnd fyrir framgöngu sína hvar hún skammaði lækna fyrir að tala niður spítalann, sem gæti fælt nýja starfsmenn frá því að sækja þar um vinnu. Sagði hún að það væri erfitt að standa með spítalanum þegar harðorðar ályktanir bærust frá læknum á færibandi.

Áður bent á vandann

Svandís skrifar pistil í Morgunblaðið í dag hvar hún boðar lausnir.  Hún bendir á að landlæknir hafi ráðist í hlutaúttekt á bráðamóttökunni í desember 2018, vegna mikils álags sem ógnaði öryggi sjúklinga, en þá hafði Svandís setið í eitt ár sem heilbrigðisráðherra.

Hún nefnir að margar ábendingar hefðu borist Landspítalanum, sem og heilbrigðisráðuneytinu eftir þessa úttekt, um það sem betur mætti fara. Hún segir að heilbrigðisráðuneytið hafi „lagt allt kapp“ á að hrinda þessum tillögum í framkvæmd, en…:

„Í síðustu viku afhenti Embætti landlæknis mér minnisblað varðandi stöðuna á bráðamóttöku Landspítala. Í minnisblaðinu segir að þrátt fyrir fjölda aðgerða sem gripið hafi verið til af hálfu heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans á síðasta ári hafi staðan á bráðamóttökunni ekki batnað,“

skrifar Svandís í Morgunblaðið í dag. Með öðrum orðum, það virkaði ekki að setja saman hóp fólks til að komast að því hvað væri að og benda á það sem betur mætti fara.

Skipar aðra nefnd

Svandís fékk síðan ábendingu frá embætti landlæknis í minnisblaðinu í síðustu viku, að leysa þyrfti úr brýnasta vanda bráðamóttökunnar með tafarlausu samráði og aðgerðum. Nokkuð sem lýðnum hefur verið ljóst um þónokkurn tíma, enda berast daglegar fréttir af ástandinu á spítalanum.

Svandís hefur brugðist við þessum ábendingum landlæknis og ætlar að setja saman hóp fólks til að benda á það sem má betur fara:

„Við því hefur verið brugðist og í lok síðustu viku var tekin sameiginleg ákvörðun í ráðuneyti mínu, hjá Embætti landlæknis og Landspítala um stofnun sérstaks átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. Ætlunin er að fram fari víðtækt samráð við starfsfólk Landspítala og aðra aðila eins og þörf krefur,“

segir Svandís og nefnir að hópurinn eigi að skila niðurstöðum innan fjögurra vikna:

„…með skýrum tillögum um tafarlausar aðgerðir til að leysa bráðan vanda. Markmiðið er að koma í veg fyrir legu sjúklinga á bráðamóttöku vegna flæðivanda og sjá til þess að ábendingum Embættis landlæknis varðandi öryggi sjúklinga og gæði þjónustu á bráðamóttökunni verði fylgt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Nú er Davíð reiður – „Hver leyfði þessum bjálfum að bía út þjóðina?“

Nú er Davíð reiður – „Hver leyfði þessum bjálfum að bía út þjóðina?“
Eyjan
Í gær

Segir Mannréttindadómstól Evrópu ógna lýðræðinu með skapandi lagatúlkun – Ályktaði gegn lögum sem áttu að koma í veg fyrir þvinguð hjónabönd

Segir Mannréttindadómstól Evrópu ógna lýðræðinu með skapandi lagatúlkun – Ályktaði gegn lögum sem áttu að koma í veg fyrir þvinguð hjónabönd