fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Eyjan

Katrín: „Í dag erum við öll Vestfirðingar“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 11:12

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heyrði í nokkrum Vestfirðingum í morgun sem allir voru slegnir. Flóðin 1995 rifjast upp og það skelfilega manntjón sem varð þá. Heyrði líka í nokkrum kærum vinum að vestan og fann hversu þungt þessir atburðir lögðust á þá. Í dag erum við öll Vestfirðingar,“

segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á samfélagsmiðlum í morgun, í kjölfar snjóflóðanna fyrir vestan.

Hun segir við mbl.is að ríkisstjórnin muni ekki grípa til sérstakra aðgerða að svo stöddu, en ljóst sé að aukafjárveitingar sé þörf vegna þess tjóns sem veðrið hafi valdið undanfarnar vikur.

Einu húsi of mikið

Katrín sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í morgun, ásamt dómsmálaráðherra, sem sagði að spyrja þyrfti spurninga, þar sem annað flóðið fór yfir varnargarðinn og á eitt hús þar sem stúlka á fermingaraldri lenti undir, en slasaðist ekki:

„Það er þó þannig að þegar þetta fer á eitt hús þá þurf­um við að spyrja spurn­inga. Þær upp­lýs­ing­ar sem við fáum er að þetta hafi farið yfir vegna krafts og hafi verið mjög af­markað við þetta hús. Það er einu húsi of mikið. Hug­ur okk­ar er hjá öll­um á svæðinu og stúlk­unni sér­stak­lega,“

sagði Áslaug Arna við mbl.is.

„Það hef­ur reynt mikið á al­manna­varna­kerfið síðustu vik­ur og það er afar mik­il­vægt að við sjá­um að kerfið sem slíkt hef­ur virkað vel. Við þurf­um líka að sjá hvort hægt sé að gera bet­ur. Sam­hæf­ing­armiðstöðin held­ur áfram störf­um og met­ur ástandið í birt­ingu og það er afar mik­il­vægt að þó þetta hafi farið vel að vera áfram vak­andi fyr­ir því hvort það sé hætta á þessu svæði eða öðrum svæðum. Þetta þarf að skoða í dag,“

sagði Áslaug Arna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt