Laugardagur 25.janúar 2020
Eyjan

Hildur segir Dag og félaga ráðast gegn vinnandi konum og láglaunafólki – „Óskiljanleg aðgerð“

Eyjan
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Reykjavíkurborgar að stytta starfstíma leikskóla sé óskiljanleg aðgerð sem muni bitna mest á þeim sem minnst mega sín. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að breyta starfstíma leikskóla borgarinnar þannig að almennur starfstími verði frá kl. 07:30 til 16:30. Þetta mun ganga í gegn 1. apríl næstkomandi.

Hildur segir á Twitter að þetta muni hafa slæm áhrif á launafólk. „Í gærdag hafnaði meirihluti borgarstjórnar tillögu minni um aukna samræmingu frídaga milli skólakerfis og atvinnulífs. Á sama fundi ákvað meirihlutinn svo að skerða leikskólaþjónustu í borginni,“ segir Hildur.

Hún segir að margir hafi ekki tök á því að fara fyrr úr vinnu, svo sem þeir sem vinna vaktavinnu. „Fáir eiga þess kost að yfirgefa vinnu um klukkustund áður en hefðbundnum vinnudegi lýkur. Skert þjónusta mun eflaust koma verst niður á einstæðum foreldrum, vinnandi konum og láglaunafólki,“ segir Hildur.

Hún telur að þetta muni fæla ungar fjölskyldur frá Reykjavík í önnur sveitafélög. „Meirihlutinn sýnir takmarkaðan vilja til að mæta fjölskyldufólki. Skert leikskólaþjónusta er skotheld leið til að fæla ungar fjölskyldur frá borginni, í önnur sveitarfélög – og skotheld leið til að draga úr framgangi kvenna á vinnumarkaði. Óskiljanleg aðgerð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn aðeins hafa áhuga á náttúrunni ef hægt sé að græða pening á henni

Segir Sjálfstæðisflokkinn aðeins hafa áhuga á náttúrunni ef hægt sé að græða pening á henni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjálmar sakaður um að fara niðrandi orðum um tvö hverfi borgarinnar – „Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit“

Hjálmar sakaður um að fara niðrandi orðum um tvö hverfi borgarinnar – „Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vandi Landspítalans leystur? – „Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð“

Vandi Landspítalans leystur? – „Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur svarar Eflingu: Hafnar boði um opinn samningafund í Iðnó

Dagur svarar Eflingu: Hafnar boði um opinn samningafund í Iðnó
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu hvað utanlandsferðir þingmanna og forseta Alþingis hafa kostað skattgreiðendur

Sjáðu hvað utanlandsferðir þingmanna og forseta Alþingis hafa kostað skattgreiðendur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hæstaréttarlögmaður hjólar í vinstrimenn – „Hætt er við að skynseminni sé fórnað á kostnað tilfinninganna“

Hæstaréttarlögmaður hjólar í vinstrimenn – „Hætt er við að skynseminni sé fórnað á kostnað tilfinninganna“