fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Hildur segir Dag og félaga ráðast gegn vinnandi konum og láglaunafólki – „Óskiljanleg aðgerð“

Eyjan
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 09:52

Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Reykjavíkurborgar að stytta starfstíma leikskóla sé óskiljanleg aðgerð sem muni bitna mest á þeim sem minnst mega sín. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að breyta starfstíma leikskóla borgarinnar þannig að almennur starfstími verði frá kl. 07:30 til 16:30. Þetta mun ganga í gegn 1. apríl næstkomandi.

Hildur segir á Twitter að þetta muni hafa slæm áhrif á launafólk. „Í gærdag hafnaði meirihluti borgarstjórnar tillögu minni um aukna samræmingu frídaga milli skólakerfis og atvinnulífs. Á sama fundi ákvað meirihlutinn svo að skerða leikskólaþjónustu í borginni,“ segir Hildur.

Hún segir að margir hafi ekki tök á því að fara fyrr úr vinnu, svo sem þeir sem vinna vaktavinnu. „Fáir eiga þess kost að yfirgefa vinnu um klukkustund áður en hefðbundnum vinnudegi lýkur. Skert þjónusta mun eflaust koma verst niður á einstæðum foreldrum, vinnandi konum og láglaunafólki,“ segir Hildur.

Hún telur að þetta muni fæla ungar fjölskyldur frá Reykjavík í önnur sveitafélög. „Meirihlutinn sýnir takmarkaðan vilja til að mæta fjölskyldufólki. Skert leikskólaþjónusta er skotheld leið til að fæla ungar fjölskyldur frá borginni, í önnur sveitarfélög – og skotheld leið til að draga úr framgangi kvenna á vinnumarkaði. Óskiljanleg aðgerð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn