fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Fólk keppist við að segja hvar egypska fjölskyldan er – „Þau eru hjá mér“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. september 2020 09:37

mynd/Sema Erla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að stoðdeild ríkislögreglustjóra væri byrjuð að lýsa eftir Khedr-fjölskyldunni frá Egyptalandi. Fjölskyldan hefur farið huldu höfði síðan þann 16. september síðastliðinn en þá stóð til að vísa þeim úr landi.

Í kjölfar frétta af leit lögreglunnar að fjölskyldunni tók fólk sig til á samfélagsmiðlum og sagði að fjölskyldan væri stödd heima hjá sér undir myllumerkinu #þaueruhjámér. Mikill fjöldi fólks hefur deilt færslum á Facebook með myllumerkinu. „Jæja, þá eru egypsku krakkarnir komnir í háttinn og við fullorðna fólkið getum slakað á,“ sagði til dæmis maður nokkur undir myllumerkinu.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um leit lögreglunnar að fjölskyldunni. „En það bar til um þessar mundir, á eyjunni Íslandi, auðugri og friðsælli, heimsþekktri fyrir jafnrétti, með sérstakan barnamálaráðherra, með forsætisráðherra úr flokki sem í stefnu sinni hefur þessi orð „Ísland þarf að axla ábyrgð og koma fólki í neyð til hjálpar eins og mögulegt er“, að ríkislögreglustjóri lýsti eftir 4 börnum, til að hafa upp á þeim og senda þau úr landi fyrir þær sakir einar að vera eitthvað sem kallað var „ólöglegar manneskjur“. Og öll sem heyrðu undruðust það, er fréttirnar sögðu þeim. Að lýst væri eftir ólöglegum börnum af lögreglunni,“ segir Sólveig um málið á Facebook-síðu sinni.

„Og öll sem heyrðu reyndu að ímynda sér hvernig það væri að vera eftirlýst barn, í felum, á flótta. Ólöglegt barn. Og öll sem heyrðu upplifðu skömm og sorg, og geymdu allt þetta í hjarta sér og hugleiddu það. Og öll sem heyrðu sóru þess dýran eið að reyna að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir að börnunum 4 yrði kastað í ruslið. Og öll sem heyrðu hugsuðu um það hvað þau gætu gert til að stoppa skömmina. Og öll sem heyrðu mundu orðin sem þau lærðu þegar þau sjálf voru lítil börn: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé