fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Tony Blair gagnrýnir bresk stjórnvöld – Útgöngubann myndi fara illa með efnahaginn

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 11:15

Tony Blair. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir að annað útgöngubann í Bretlandi myndi hafa slæm áhrif á efnahag landsins. Hann segir jafnframt að stjórnvöld séu að taka rangt á sóttkví í kjölfar ferðalaga. The Daily mail segir frá.

Tony Blair segir að Bretar verði að læra að lifa með veirunni þar til bóluefni við henni verði tilbúið. Hann segir einu leiðina til að halda landinu gangandi sé að skima vel og skipulega fyrir veirunni. Hann segir það mikilvægt vegna þess að í 70% tilfella eru þeir smituðu einkennalausir.

Í síðustu viku var tilkynnt um það í Bretlandi að allir sem kæmu frá Frakklandi þyrftu að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Mikil pressa hefur verið á stjórnvöldum frá ferðaiðnaðinum að milda reglurnar.

„Um leið og þú áttar þig á að þú munt ekki uppræta sjúkdóminn verður þú að lifa með honum þangað til bóluefni finnst. Svo er ákveðin áhætta á hverju svæði fyrir sig. Núna erum við til dæmis að segja fólki að fara á krár, við erum að hvetja þau til þess að fara út að borða, til að fá efnahagskerfið af stað á ný. Verið er að taka áhættu með þessu öllu,“ segir Tony Blair. Hann telur einnig að hægt sé að stytta 14 daga sóttkvína verulega.

Tony Blair óskar eftir meiri ábyrgð frá stjórnvöldum. Hann segir að stjórnvöld hafi sagt að allar ákvarðanir séu teknar í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga. Tony segir að stjórnvöld setji sig ekki nógu mikið inn í málin og séu ekki nógu gagnrýnin.

Þann 23. mars var útgöngubann fyrst sett á í Bretlandi og hófust afléttingar í litlum skrefum þann 1. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi