fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Eyjan

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra er til viðtals í Mannlífi í dag. Þar ræðir hann stuttlega um stjórnarsamstarfið og segir traust ríkja milli hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og þau starfi vel saman.

Smámunasamur forsætisráðherra

Hann segir þau reyndar nálgast mál með ólíkum hætti og finnur hann að smámunasemi forsætisráðherra:

„Þá á ég til dæmis við að Katrín getur verið smámunasamari en ég hef tileinkað mér og það getur verið mikill kostur en stundum finnst mér það vera galli.“

Þá nefnir Bjarni að meiri tími og vinna færu í að stilla saman strengina á stjórnarheimilinu en hann gerði ráð fyrir, en hann sé almennt ánægður með samstarfið og núverandi flokkasamsetning henti langbest í þeim aðstæðum sem nú séu uppi.

Hann viðurkennir að samstarf við VG hefði ekki komið til greina fyrir nokkrum árum, í kjölfar Landsdómsmálsins, aðildarumsóknininni að Evrópusambandinu og ólíkri sýn í skattamálum. Hinsvegar hefðu þessi hefðbundnu ágreiningsmál verið lögð til hliðar eftir kosningarnar 2016 og 2017.

Á ekki samleið með Davíð

Bjarni segist ekki vera í miklum samskiptum við Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins, sem hefur gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn harðlega undanfarin ár meðan hann lofar flest það sem frá Miðflokknum kemur.

Bjarni neitar þó fyrir að það andi köldu þeirra á milli:

„Ég upplifi það ekki þannig. Það eru einfaldlega ekki mikil samskipti eins og staðan er,“

segir Bjarni en tekur fram að hann sé vissulega ósammála mörgu af því sem fram komi í Morgunblaðinu:

„Mér finnst Morgunblaðið heilt yfir almennt vera að tala fyrir til dæmis efnahagsstefnu sem er líkleg til árangurs en mér finnst alveg hafa verið dæmi um áherslur í blaðinu sem ég finn ekki samleið með.“

Þá ítrekar Bjarni að hann hyggist gefa kost á sér áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins