fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Róbert Spanó kjörinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. apríl 2020 14:09

Róbert Spanó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Spanó var í dag kjörinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, en hann var kjörinn varaforseti fyrir ári síðan. Hann tekur við embættinu þann 18. maí af Linos-Alexandre Sicilianos frá Grikklandi.

Róbert hefur verið dómari við réttinn frá árinu 2013 og var kjörinn forseti sinnar dómdeildar í maí 2017, eftir þrjú og hálft ár við réttinn.

Hann var meðal dómara MDE í Landsréttarmálinu sem taldi að Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra hefði gerst brotleg við 6. grein mann­rétt­inda­sátt­­­­mála Evr­­­­ópu, sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­­­­með­­­­­­­ferðar fyrir dómi.

Alls eiga 47 dómarar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins sæti í Mannréttindadómstólnum.

Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og tryggir að aðildarríki Evrópuráðsins virði þau réttindi sem kveðið er á um í sáttmálanum. Dómstóllinn hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi.

Borgarar í aðildarríkjum Evrópuráðsins geta leitað til mannréttindadómstólsins telji þeir að stjórnvöld hafi beitt þá órétti. Dómstóllinn rannsakar kærur um brot sem honum berast frá einstaklingum eða ríkjum og ef hann telur að ríki hafi brotið gegn ákvæðum sáttmálans þá dæmir hann í málinu.

Dómstóllinn hefur kveðið upp rúmlega 10.000 úrskurði um mannréttindabrot og ber aðildarríkjum Evrópuráðsins skylda til að fara eftir úrskurðum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar