fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Kolbrún vill skila fundarumsjónarkerfi borgarstjórnar – Kostaði 34 milljónir en er aldrei notað

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 29. febrúar 2020 11:37

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram á fundi forsætisnefndar borgarinnar að fundarumsjónarkerfi í borgarstjórnarsalnum verði fjarlægt, skilað og kannað með endurgreiðslu.

Kerfið kostaði 34 milljónir og var ætlað að gera borgarfulltrúum kleift að tala úr sæti sínu. Gert er ráð fyrir slíku kerfi í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, en þar segir að stutt andsvör og athugasemdir borgarfulltrúa skuli að jafnaði veitt úr sæti þeirra. Hins vegar hefur kerfinu aldrei verið komið í gagnið. Hljóðnemar standa því fyrir framan hvern borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundum, án þess að það þjóni tilgangi.

„Fundarumsjónarkerfið kostaði 34 milljónir. Í rúmt ár hefur fundarumsjónarkerfi (hljóðnemar) verið á borðum hvers borgarfulltrúa í þessum tilgangi en þeir hafa ekki verið virkir. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að mistök hafi verið gerð við að fjárfesta í slíku kerfi enda kerfið ekki í notkun og kemur varla til með að vera tekið í notkun. Þess utan er svona kerfi óþarft þar sem hingað til hafa borgarfulltrúar gengið í pontu til að veita andsvör og gera stuttar athugasemdir. Ekki mælir gegn því að þeir geri það áfram,“ segir í tillögu Kolbrúnar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn