fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Nú er Davíð reiður – „Hver leyfði þessum bjálfum að bía út þjóðina?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 10:01

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ljúga upp á sig skít fyrir skotsilfur og skömm,“ er yfirskrift leiðara Morgunblaðsins í dag, sem vafalaust er ritaður af Davíð Oddssyni ritstjóra.

Umfjöllunarefnið eru hinar svonefndu upprunaábyrgðir grænnar orku og kaup erlendra fyrirtækja á þeim til að hljóta vottun um að þau noti græna orku frá Íslandi.

Kveikur fjallaði um málið í vikunni, en Davíð vitnar í Viljann , sem fjallaði einnig um greiningu Samtaka iðnaðarins þar sem þetta fyrirkomulag er sagt orka tvímælis, þar sem það grafi undan ímynd landsins sem land endurnýjanlegrar orku og verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni:

„Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið markaðssett Ísland sem land hreinna orkugjafa, og gera enn á ýmsum vettvangi, þrátt fyrir að kerfi upprunaábyrgða kunni að standa í vegi fyrir slíkum fullyrðingum.“

Ástæðan fyrir þessari gagnrýni er sú að roforkubókhald Íslands breytist á þann veg að ætla mætti að uppruni endurnýjanlegrar orku sé 55% jarðefnaeldsneyti og 34% kjarnorka. Aðeins 11% sé endurnýjanleg orka.

Óhreint fé

Um þetta segir Davíð:

„Þetta undarlega mál hefur lengi verið mikið feimnisefni hér á landi. Ekki hefur verið upplýst hver tók ákvörðun um að bía út orðstír landsins með þessum hætti. Og hverjir hafi unað svo forkastanlegri aðför að sjálfum sér sem þarna er um að ræða. Þeir sem tekið hafa við þessu óhreina fé hljóta að horfa til þeirra sem eru tilbúnir að greiða það til þess að draga upp skárri mynd af sjálfum sér með því að Ísland hreint taki á sig skítinn.“

Hann bætir síðan við:

„Hver leyfði þessum bjálfum að bía út þjóðina og stærstu leiðarsteina hennar?“

Hann nefnir einnig að brask með mengunarkvóta sé litlu betra, slík viðskipti þoli fæst dagsins ljós. Davíð eyðir síðan dágóðu púðri í Evrópusambandið og hvernig það tók á mengunarmálum verksmiðja eftir fall kommúnismans, þar sem mengunarkvótar fóru um hendur „braskara“ með þeim afleiðingum að mengun jókst án þess að skýrslur sýndu fram á það, vegna blessunar búrókratanna í Brussel.

Tækifærissinnar Íslands

„En á Íslandi voru menn sem notuðu tækifærið í vitskertri veröld og sóttu fé sem sótaði þá sjálfa og landið þeirra út, en hvítskúraði mengunarvalda sunnan hafs. Enginn þarf að ímynda sér að þeir sem komu yfirráðunum yfir orkumálunum undan landinu okkar, þrátt fyrir að þar með færu þeir gegn fyrirmælum stjórnskipunarlaganna, og þjóðarhagsmunum til langframa, muni hreyfa legg eða lið til að hreinsa þessa óværu af þjóðinni,“

segir Davíð að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn