fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur upplýsir um „siðlaus“ viðskipti Heimavalla – „26 fjölskyldur eru í fullkominni angist og kvíða“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins og ég hef fjallað um þá framkvæmdi leigufélagið Heimavellir ótrúlegan gjörning og siðlaust athæfi sem laut að því að selja bæði Holtsflöt 4 og Eyrarflöt 2 með þeim afleiðingum að nánast 26 fjölskyldur eru í fullkominni angist og kvíða vegna þess að þau verða húsnæðislaus á næstu mánuðum,“

skrifar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness í dag.

Vilhjálmur segir Heimavelli hafa keypt áðurnefndar íbúðir af Íbúðalánasjóði á sérkjörum, með þeim formerkjum að tryggja „öflugan“ og „tryggan“ leigumarkað á Akranesi, en annað hafi komið á daginn:

„En nú örfáum árum síðar hafa Heimavellir pakkað saman og selt nánast allar eignir sem þeir fengu á sérkjörum frá Íbúðalánasjóði á sínum tíma.“

Kaupverð langt undir fasteignamati

Vilhjálmur greinir frá því að samkvæmt hans upplýsingaöflun hafi 18 íbúðir að Holtsflöt 4 verið seldar á samtals 582 milljónir, sem sé langt undir fasteignamati:

„Sem gerir að meðaltali rétt rúmar 32 milljónir á íbúð! En rétt er að geta þess að fasteignamat fyrir árið 2020 var rétt tæpar 860 milljónir,“

segir Vilhjálmur og tekur fram að salan hafi því verið 276 milljónum undir fasteignamati eða 47%.

Þá hafi Heimavellir einnig selt átta íbúðir á Eyrarflöt 2 til sömu aðila á 190 milljónir, eða 23.7 milljónir að meðaltali per íbúð, meðan fasteignamatið sé um 260 milljónir. Því sé verðið 37% undir fasteignamatinu.

„Með öðrum orðum þá seldu Heimavellir þessum nýju eigendum Eyrarflöt 2 og Holtsflöt 4 þessar tvær blokkir 346 milljónum undir fasteignamati. En rétt er að geta þess að Holtsflöt 4 var byggð árið 2007 og er meðaltals fermetri á íbúð á Holtsflötinni 123 fermetrar. Eyrarflöt 2 var byggð árið 2004 og meðalfermetri á íbúð 78,6 fermetrar.“

Heimilaði sölu þrátt fyrir kvaðir

„Það sem líka vekur undrun mína er að Íbúðarlánasjóður virðist blessa söluna á Eyrarflötinni því það voru kvaðir sem kváðu á um að óheimilt væri að hafa eigendaskipti á íbúð sem hvílir lán til leiguhúsnæðis, nema að til komi samþykki stjórnar Íbúðalánssjóðs. Það er ekki að sjá annað en að stjórn Íbúðalánssjóðs hafi heimilað þessi eigendaskipti og það þrátt fyrir að selja eigi allar íbúðirnar!“

segir Vilhjálmur hneykslaður.

Vilhjálmur segir viðskipti Heimavalla siðlaus, þar sem þau bitni á leigjendum:

„Það er algjörlega með ólíkindum að Heimavellir skuli hafa vogað sér að selja þessar eignir langt undir fasteignamati án þess að bjóða leigjendum kaup á íbúðunum með sama gríðarlega afslætti og þarna átti sér stað. Siðleysið og vanvirðingin gagnvart sínum leigjendum er algert og það er eins og forsvarsmenn Heimavalla hafa algerlega gleymt þeirri staðreynd að á bakvið þennan gjörning eru manneskjur og barnafólk sem þarf að þjást og lifa við mikinn kvíða við að finna sér og sínum þak yfir höfuðið. Ég ítreka enn og aftur það sem ég hef áður skrifað um þetta mál hafi Heimavellir algera skömm fyrir þessa ómanneskjulegu framkomu gagnvart grandalausum leigjendum!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt