fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Eyjan

Ekkert sem bendir til spillingar innan lögreglunnar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. september 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að spilling sé útbreidd innan lögreglunnar. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag og bætir hún við að Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóri njóti fulls trausts en þó sé óásættanlegt ástand innan lögreglunnar.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði í dag í viðtal við Harald, sem birtist í Morgunblaðinu um helgina. Þar lýsti Haraldur meintri rógsherferð gegn sér, óhæfum starfsmönnum lögreglunnar og spillingu innan hennar. Áslaug segist nú hafa rætt við ríkislögreglustjóra um undirmenn hans og telur brýnt að svona mál verði ekki leyst í fjölmiðlum.

„Það er auðvitað óhjákvæmlegt þegar embættismaður eins og ríkislögreglustjóri lýsi því að það ríki spilling innan lögreglunnar, að það sé brugðist við slíkum yfirlýsingum,“ segir Áslaug. „En það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að spilling sé útbreidd innan lögreglunnar. Það er mikilvægt að hafa í huga að innan lögreglunnar er unnið mikið og gott starf.“

Samkvæmt kvöldfréttum Stöðvar 2 eru starfslok til skoðunar hjá Haraldi en hann neitar því í viðtalinu.

Sjá einnig: Talaði Haraldur sig út úr embætti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Heimurinn árið 2030 – Björgun eða voði?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Heimurinn árið 2030 – Björgun eða voði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Hugleiðing um áramót

Thomas Möller skrifar: Hugleiðing um áramót