fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Eyjan

Vigdís fékk óþægilegt bréf: „Enn einu sinni er friðhelgi heimilis míns rofin“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 21:58

Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Enn einu sinni er friðhelgi heimilis mín rofin af skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Enn einu sinni fæ ég ábyrgðarbréf seint að kvöldi úr ráðhúsinu og kvitta fyrir móttöku þess,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Hún hefur verið sökuð um einelti vegna gagnrýni hennar á embættismenn borgarinnar. Eineltiskvörtunin velkist áfram um í kerfinu og í kvöld fékk Vigdís ábyrgðarbréf frá borginni þar sem segir meðal annars:

„Gögn málsins voru send þér hinn 19. júní 2019 og 24. september 2019, þar sem þér var jafnframt gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum sem og andmælum innan ákveðins tímafrests. Engin viðbrögð bárust teyminu frá þér og telja undirrituð því ljóst að þú munir ekki taka þátt í  könnun málsins. Engin frekari rannsókn eða vinnsla máls er því möguleg.“

Eineltisteymi borgarinnar segist jafnframt ætla að senda erindi lögmanns um meint brot Vigdísar á siðareglum til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélag til meðferðar.

 

Vigdís segir um efni bréfsins og vinnuandann í Ráðhúsinu:

„Efni þess er í megin dráttum uppgjöf og viðurkenning á að rannsóknarréttur ráðhússins var aldrei löglegur eins og ég marg benti á. Nú er siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga att á mig í annað sinn. Ég tek heilshugar undir með Guðmundi Hálfdánarsyni, prófessor í sagnfræði við HÍ þegar hann sagði í blaðaviðtali að erfitt væri að vera í ráðhúsinu því samskiptin þar eru svo eitruð. Það fann ég strax á mínum fyrsta degi þegar ég steig þar inn fyrir dyr. Samskiptin eru ekki bara eitruð – þau eru sjúkleg.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ríkið, það er ég

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ríkið, það er ég