fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Haraldur heldur óskertum launum í tvö ár – Sjáðu starfslokasamninginn – Kostar um 40 milljónir króna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 17:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Johannesson ríkislögreglustjóri hefur komist að samkomulagi við dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, um að láta af embætti um næstu áramót en mikla ólga hefur verið innan lögreglunnar vegna framgöngu Haraldar í starfi. DV hefur undir höndum starfslokasamning Haraldar og dómsmálaráðherra. Af honum er ljóst að Haraldur verður á launum út næstu tvö ár. Má segja að uppsagnarfrestur hans sé 24 mánuðir.

Að nafninu til mun Haraldur vera í sérverkefnum fyrri hluta næsta árs en um mitt ár tekur biðlaunatíminn við. Haraldur fær auk þess gert upp orlof. Af orðalagi samningsins má ráða að vinnan sé nokkuð valkvæð. Segir að Haraldur taki að sér sérstaka ráðgjöf við dómsmálaráðherra á sviði löggæslumála en ekki verði um fasta viðveru að ræða.

Áslaug getur kallað Harald til verkefna allt til 1. júlí 2021 en frá og með þeim tíma hefst greiðsla biðlauna og stendur út árið.

Há laun haldast óskert í tvö ár

Samkvæmt upplýsingum frá 2018 voru mánaðarlaun ríkislögreglustjóra þá 1.170.443. Ofan á það bætast við 45 einingar á mánuði í yfirvinnu sem eru 1% af launaflokki 132 í launatöflu kjararáðs nr. 5012. Hver eining er tæplega 9.000 krónur og aukavinnan tæplega 400.000 krónur á mánuði. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru því yfir 1,5 milljónir á mánuði.

Starfslokasamningurinn virðist með öllu kosta um 40 milljónir króna.

 

Leiðrétting: Samkvæmt nýjum upplýsingum eru laun Haraldar um 1,7 milljónir á mánuði. Lesendur geta reiknað dæmið út frá því.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk