fbpx
Fimmtudagur 22.janúar 2026
Eyjan

Góð bók er besta jólagjöfin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. desember 2019 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er auglýsing frá því fyrir nákvæmlega eitt hundrað árum, úr Vísi, dagsetningin er 19. desember 1919. Þetta er frekar einfalt, ekkert verið að blása út letrið eða nota hástafi, stendur bara:

„Góð bók er besta jólagjöfin. Nú er meira bókaval en nokkru sinni fyr í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.“

Á jafnvel við nú og þá. Bækur eru hin klassíska íslenska jólagjöf og „bókavalið“ er ef eitthvað er enn betra en var fyrir hundrað árum.

Auglýsingin birtist á forsíðu Vísis eins og má sjá hér að neðan. Það er dálítið skemmtilegt að nefna að bæði Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Vísir lifa enn – þó auðvitað ekki í óbreyttri mynd.

Bókabúð Eymundsson tók til starfa í Miðbænum 1872 – nú eru margar verslanir reknar undir heitinu Penninn Eymundsson en upprunninn er semsagt fyrir næstum 150 árum.

Vísir var stofnaður 1910, kom út undir því nafni til 1981 og sameinaðist þá Dagblaðinu og hét upp frá því DV. Það kemur ennþá út, og má því segja að það eigi eldri sögulegar rætur en aðrir íslenskir fjölmiðlar.

Vísir var ætíð Reykjavíkurblað fyrst og fremst, málgagn kaupmanna. Við sjáum á forsíðunni hér að neðan að Jakob Möller er skráður ritstjóri og eigandi. Jakob var einn foringi Frjálslynda flokksins sem rann saman við Íhaldsflokkinn 1929 svo úr varð Sjálfstæðisflokkurinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Alþjóðadagur AHC – Sjaldgæfur sjúkdómur og óvenjulegt alþjóðlegt samstarf íslenskra samtaka

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Alþjóðadagur AHC – Sjaldgæfur sjúkdómur og óvenjulegt alþjóðlegt samstarf íslenskra samtaka
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Við erum allar þrjár samstiga – næsta skref er að treysta þjóðinni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Við erum allar þrjár samstiga – næsta skref er að treysta þjóðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Bílaumferðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Bílaumferðin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Les ekki leiðara Morgunblaðsins – blaðið komið langt frá Matthíasi og Styrmi og ekki hægt að elta svoleiðis vitleysu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Les ekki leiðara Morgunblaðsins – blaðið komið langt frá Matthíasi og Styrmi og ekki hægt að elta svoleiðis vitleysu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Pólitísk afturganga fer á stjá – var skynsamlegt af VG að leiða Bjarna Ben til valda eða öfugt?

Orðið á götunni: Pólitísk afturganga fer á stjá – var skynsamlegt af VG að leiða Bjarna Ben til valda eða öfugt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Svarta stöðin komin aftur?

Thomas Möller skrifar: Er Svarta stöðin komin aftur?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Gullvægar hendingar langt úr austri

Björn Jón skrifar: Gullvægar hendingar langt úr austri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Skil ekki hvernig það datt ofan í popúlista að hafna staðreyndum

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Skil ekki hvernig það datt ofan í popúlista að hafna staðreyndum