fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Landvernd svarar ásökunum: „Heppilegast að staldra við frekar en að leita að sökudólgum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. desember 2019 16:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landvernd hefur sent frá sér tilkynningu þar sem  ásökunum í þeirra garð í kjölfar óveðursins í síðustu viku er vísað til föðurhúsanna, en nefnt hefur verið að raforkukerfið sé veikburða og ekki eins öflugt og það gæti orðið vegna baráttu Landverndar gegn uppbyggingu þess á liðnum árum, með tilheyrandi kærumálum og að Landvernd vilji ekki samþykkja neinar leiðir sem lagðar hafi verið til, til dæmis þegar leggja eigi raflínur í jörð.

Segir Landvernd þetta ábyrgðalaust tal og upphlaup stjórnmálamanna sé óheppilegt:

Ofsaveður og ábyrgðarlaust tal

Í erfiðu ástandi sem skapaðist víða um land vegna fárviðris og langvarandi rafmagnsleysis virðist sem stjórnendur helstu orkufyrirtækja landsins varpi ábyrgð á landeigendur og náttúruverndarfólk. Fáeinir stjórnmálamenn hafa í fljótfærni tekið undir þennan málflutning og kalla eftir aðgerðum sem auðvelda fyrirtækjum að ráðast í umdeildar framkvæmdir. Þessi upphlaup eru óheppileg svo vægt sé til orða tekið.

Stjórn Landverndar telur mikilvægast nú að nýta tækifærið til að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. Þetta er afar mikilvægt þar sem búast má því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur hættulegra breytinga á veðurfari af mannavöldum.

Afhendingaröryggi raforku fyrir almenna notkun er ein mikilvægasta undirstaða velsældar í landinu. Landvernd hefur í því sambandi lagt áherslu á auka notkun jarðstrengja þar sem það dregur úr neikvæðum sjónrænum áhrifum og eykur afhendingaröryggi. Þessi sjónarmið hafa gleðilega átt vaxandi fylgi að fagna.

Í þeim tilfellum þegar Landvernd hefur gert athugasemdir við raflínulagnir hefur það verið vegna lína fyrir stóriðju og þegar mikil náttúruverðmæti eru í húfi ef loftlína yrði reist. Aðeins í tveimur tilfellum hafa samtökin farið með mál fyrir dómsstóla, eins og heimilt er í löndum sem skilgreina sig réttarríki.

Frá 2011 til 2018 jókst raforkuframleiðsla á Íslandi úr 16,8 í 19, 8 teravattstundir, eða um tæplega 18 %. Á sama tíma fjölgaði íbúum um tæplega 12 %. Fram hafa komið fréttir frá orkuframleiðendum að þeir geti aukið nýtni núverandi orkuvera á næstu árum m.a. vegna endurnýjunar tækja og breyttu vatnafari vegna bráðnunar jökla. Ódýrasti virkjunarkosturinn, bætt orkunýtni, er ein vannýttasta auðlind landsins.

Allt tal um að umdeildar virkjanir sem stórskaða náttúruarf þjóðarinnar séu nauðsynlegar fyrir orkuöryggi landsins er því villandi málflutningur. Orka til almennra nota er nægjanleg enda fara liðlega 80 % raforkuframleiðslu í dag til stóriðju og í bit-coin gröft sem ekki skapar samfélagsleg verðmæti.

Landvernd lýsir eftir að ástæður fyrir þeim vanda sem skapaðist vegna rafmagnsleysis í undanfarna daga verði grandskoðaðar. Þegar öll kurl koma til grafar verði leitað að hagkvæmum lausnum sem ekki valda skaða á náttúru landsins til að styrkja flutning á rafmagni til almennra nota til framtíðar, þar sem hætta á ofsaveðri fer vaxandi. Þar til þetta liggur fyrir er heppilegast að staldra við frekar en að leita að sökudólgum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn