fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Orkufyrirtækin leggi 100 milljónir inn á reikning Landsbjargar

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. desember 2019 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hart er tekist á um ástæður rafmagnsleysis norður í landi í óveðrinu sem gekk yfir í vikunni. Bendir hver á annan. Orkufyrirtækin, ríkisstjórnin, landeigendur, umhverfisverndar sinnar. Verður að segjast er að ekki hefur fengið mikill botn í þá umræðu. En má örugglega segja að ríkt hefur andvaraleysi gagnvart hamförum af þessu tagi.

En við deilum flest þeirri skoðun að björgunarsveitir hafi staðið sig vel og að þær séu fjarska mikilvægar með alla sína elju, fórnfýsi og sjálfboðavinnu. Við höfum ekki her, lögreglulið er fámennt, án björgunarsveitanna væri í raun ekki hættandi á að búa í þessu landi – svo þýðingarmiklar eru þær. Þær eru ein grunnstoð samfélagsins.

Hermann Guðmundsson forstjóri Kemi leggur fram góða tillögu á Facebook. Hún er svohjóðandi:

„Þegar maður hlustar á Sprengisand þá legg ég til að Rarik, Landsnet og Landsvirkjun leggi samtals 100 milljónir inná bankareikning Landsbjargar.

Það myndi annars vegar koma á móti útlögðum kostnaði og hins vegar liðka fyrir tækjakaupum.

Án Björgunarsveitanna hefðu öll okkar vandamál orðið miklu erfiðari.“

100 milljónir, jú. Upphæðin mætti að ósekju vera hærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi