fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Eyjan

Samherji segist ekki hafa vitað um mútugreiðslur til dómsmálaráðherra Namibíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. desember 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í nóvember kom fram að Katla Seafood, nú Mermaria Seafood, hefði greitt 16,5 milljónir til félagsins ERF 1980 í gegnum leigusamning og hafi þetta verið mútugreiðslur. Peningarnir sem fóru til ERF 1980 fóru í vasa Jems Hatuikulipi, stjórnanda Fishcor, og Sacky Shanghala, fyrrum dómsmálaráðherra Namibíu. Samherji segist ekki hafa vitað af þessum greiðslum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ingólfi Péturssyni, fyrrverandi fjármálastjóra Samherja í Namibíu, að hann hafi aldrei skýrt stjórnendum Samherja á Íslandi frá greiðslum til Sacky Shanghala. Ingólfur segir ólíklegt að stjórnendur Samherja hér á landi hafi vitað um tilvist ERF 1980.

Shanghala og Hatukulipi voru báðir handteknir í Namibíu í lok nóvember vegna málsins.

Enginn þeirra starfsmanna Samherja, sem Fréttablaðið ræddi við, vildi koma fram undir nafni í tengslum við umfjöllun um mútugreiðslur í gegnum félagið ERF 1980. Blaðið segir að það sé vegna fyrirmæla norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein sem rannsakar málið nú fyrir hönd Samherja.

Í bréfi sem fyrirtækið sendi Fréttablaðinu segir að þessar greiðslur hafi alfarið verið á vegum Jóhannesar Stefánssonar, uppljóstrara og fyrrverandi stjórnanda Namibíufélaga Samherja. Með bréfinu fylgdu tölvupóstar frá 2015 en þá er ekki að finna í gagnabanka WikiLeaks. Segir Samherji það styrkja málflutning fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar