fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Þorsteinn vill fá svör: Hverjir keyptu eignir Íbúðalánasjóðs? „Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. desember 2019 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmanninum Þorsteini Sæmundssyni er farið að lengja verulega eftir svörum um sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs. Í dag er liðinn mánuður síðan hann lagði fram – í sjötta sinn – fyrirspurn um málið en svar hefur ekki borist.

Hunsa þingið algjörlega

Þorsteinn, sem er þingmaður Miðflokksins, vakti máls á þessu á Alþingi í gær. „Eins og ég segi var þessi fyrirspurn þá lögð fram í sjötta sinn. Hún hefur verið lögð fyrir félags- og barnamálaráðherra og nú er hún lögð fyrir dómsmálaráðherra. Þessir tveir ráðherrar hafa kosið að hunsa þingið gjörsamlega með því að svara ekki fyrirspurninni. Það er líklega eitt og hálft til tvö ár frá því að hún kom fram fyrst,“ sagði Þorsteinn sem var mjög ósáttur í ræðu sinni.

„Ég verð að segja, herra forseti, að þetta er algjörlega ólíðandi framkoma framkvæmdarvaldsins gagnvart Alþingi. Ég heiti á forseta að sjá til þess að þessari fyrirspurn verði svarað áður en þingið fer í jólaleyfi og að hún týnist ekki í jólabókaflóðinu. Þess vegna legg ég svo á og mæli um við forseta og bið hann um liðsinni enn einu sinni að hann hjálpi til við að þessari fyrirspurn verði svarað.“

Fyrirspurn Þorsteins var í raun stutt og einföld en hann óskaði eftir skriflegu svari:

„Hverjir voru skráðir kaupendur á þinglýstum afsölum vegna fullnustueigna Íbúðalánasjóðs, þar sem Íbúðalánasjóður er afsalsgjafi, á árunum 2009 til og með 2019? Óskað er eftir yfirliti þar sem komi fram nafn afsalshafa, einstaklings eða fyrirtækis, heiti fasteignar og fasteignanúmer ásamt kaupverði í hverju tilviki.“

Steingrímur líka áhugasamur

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði að forseti og forsætisnefnd hefðu lagt Þorsteini lið í málinu; það hafi verið rætt í sumar og lagaskrifstofa þingsins tekið saman ítarlega greinargerð. Þá hafi verið send bréf á viðkomandi ráðuneyti þar sem afdráttarlaust kæmi fram að þeim bæri að svara fyrirspurninni.

„Ég er jafn áhugasamur um að sjá svörin koma frá ráðuneytunum og hver annar í ljósi þeirrar vinnu sem þingið hefur lagt í að gera alveg skýr mörk í máli af þessu tagi. Þar er að sjálfsögðu staðinn vörður um þann mikilvæga rétt sem þingmenn hafa til að afla upplýsinga með fyrirspurnum,“ sagði Steingrímur.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók undir með Þorsteini og Steingrími og sagði að þingið hljóti að geta gert kröfu um að ráðherrar geri betur og svari fyrirspurnum fyrr.

Hvert erum við komin?

Þorsteinn steig aftur í pontu og sagðist þakklátur fyrir það sem forseti og forsætisnefnd hefðu gert í málinu.

„En það er einnig þess vegna sem ég hef áhyggjur. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir að yfirlögfræðingur Alþingis hafi gefið út álit í þessu efni skirrast ráðherrar enn við að svara þessari sömu fyrirspurn. Þá spyr ég: Hvert erum við komin þegar það dugir ekki einu sinni að forseti og forsætisnefnd álykti um mál eins og þetta, að yfirlögfræðingur Alþingis gefi út greinargerð sem send er viðkomandi ráðherrum sem og hæstv. forsætisráðherra? Hvert er Alþingi komið ef meira að segja þetta hreyfir ekki við framkvæmdarvaldinu, að standa við það að liðsinna þingmönnum í því að sinna nauðsynlegri eftirlitsskyldu sinni með framkvæmdarvaldinu?“

Steingrímur tók undir þetta og lauk umræðunni svona:

„Ég held að forseti verði að segja að verði þessari fyrirspurn ekki svarað í samræmi við þá ótvíræðu niðurstöðu og skyldu sem varð niðurstaða Alþingis eftir rækilega skoðun á málinu að því bæri þá verður það að meiri háttar uppákomu í samskiptum Alþingis og Stjórnarráðsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun