fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Eyjan

Bankarnir hækka vexti á fyrirtækjalán á sama tíma og Seðlabankinn lækkar vexti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsbanki og Arion banki hafa nýtt ákvæði í lánssamningum við fyrirtæki til að hækka vexti. Arion lét fyrst til skara skríða fyrr á árinu og nú hefur Íslandsbanki fylgt í fótspor hans. Bankarnir eru að bregðast við lágri arðsemi og kenna bankaskatti og háum eiginfjárkröfum um.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að hann hafi heyrt að vaxtaálag ofan á grunnvexti hafi hækkað um allt að eitt prósentustig á lánum fyrirtækja sem eru í félaginu.

„Við höfum fengið ábendingar um að bankinn hafi verið að hækka vaxtaálagið nokkuð duglega, jafnvel hátt í tvöfalt. Þetta er alls ekki eitthvað sem fyrirtæki þurfa á að halda þegar hægt hefur á efnahagsumsvifum og allur kostnaður er á uppleið. Og þetta er óneitanlega svolítið öfugsnúið vegna þess að atvinnurekendur höfðu talið að þeir myndu njóta vaxtalækkana Seðlabankans.“

Er haft eftir Ólafi.

Fyrirtækin sem hafa lent í þessu eru minni og meðalstór. Fyrir breytinguna var vaxtaálagið á þau á bilinu 1,2 til 1,5 prósent.

Haft er eftir Jóni Guðna Ómarssyni, framkvæmdastjóra fjármála hjá Íslandsbanka, að vaxtakjör séu heldur að hækka en það sé þó breytilegt eftir fyrirtækjum. Áhætta í rekstri lántaka skipti til dæmis máli hvað varðar vaxtakjör sem og ýmsir aðrir þættir. Hann sagði einnig að verið sé að bregðast við lágri arðsemi af undirliggjandi rekstri bankanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening