fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Andrew prins rústar The Crown

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 09:54

Andrew prins í viðtali við BBC um mál Epstein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþættirnir The Crown sýna í raun hvað breska konungdæmið er – sápuópera. Hinir raunverulegu karakterar sem byggt er á eru flestir lítt spennandi, svo höfundar þáttanna hafa tekið til bragðs að bæta aðeins í. Það er svona eins og þegar landkönnuðir komu til  Íslands á 19. öld, höfðu í för með sér teiknara sem létu fjöllin líta út eins og þau væru hærri en þau eru í raun, dalina dýpri.

Flest af því sem kemur fram í þessum þáttum var í dálkum eins og Fólki í fréttunum. Ég er til dæmis alinn upp við fréttir af Margréti prinsessu, systur Elísabetar drottningar. Það verður að segjast eins og er, yfir henni var sjaldnast neinn ævintýraljómi né körlunum sem hún var í þingum við.

En samt er þetta feikivinsælt. Ætt drottningarinnar hefur varla aðra þýðingu núorðið en að vera forvitnisefni fyrir fjölmiðla – söluvarningur sem gengur alveg sérstaklega vel í Ameríku. Jú, í þessari stofnun lifir minningin um að Bretland var einu sinni heimsveldi – það er ein ógæfa, sérstaklega Englendinga, að hafa aldrei gert almennilega upp við þann tíma, glæpaverk hans og rányrkju. Forætisráðherra Bretlands getur samið ræður sem drottningin flytur í þinginu í Westminster, látið hana fara með alls kyns fleipur.

Stuart Heritage skrifar grein í The Guardian. Hann segir að Andrew prins sé búinn að eyðileggja The Crown. Spyr hvort höfundar þáttanna geti ekki farið að haska sér. Á óbreyttum hraða, og í tíðindaleysi þáttanna, séu tíu ár þangað til kemur að viðtalinu sem prinsinn fór í og þar sem hann glataði endanlega orðstír sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið