fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Landlæknir leggst gegn sölu lyfja í verslunum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. nóvember 2019 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landlæknisembættið leggst gegn frumvarpi þriggja sjálfstæðismanna um breytingu á lyfjalögum sem heimilar sölu lausasölulyfja í verslunum. Morgunblaðið greinir frá.

Frumvarpið hefur áður verið lagt fram, en er nú lagt fram óbreytt af Unni Bráð Konráðsdóttur, Óla Birni Kárasyni og Bryndísi Haraldsdóttur, en þau vilja tryggja aðgengi allra landsmanna að nauðsynlegum lyfjum þar sem Ísland standi mörgum Evrópuríkjum að baki í þeim málaflokki. Þá er nefnt í greinargerð að fyrirkomulagið hafi ekki leitt til ofnotkunar lyfja, haft slæm áhrif á lýðheilsu eða fjölgað eitrunartilfellum. Þá er tekið fram að breytingin auki samkeppni og lækki verð til neytenda.

Landlæknisembættið leggst gegn frumvarpinu með þeim rökum að lyf eigi ekki að vera almenn verslunarvara:

„Að mati landlæknis er hér um nauðsynlegt öryggisatriði að ræða fyrir þá sem þurfa á lyfjum að halda. Enn fremur vill embættið vekja athygli á að Íslendingar nota meira af ákveðnum lyfjum, sérstaklega tauga- og geðlyfjum, en nágrannaþjóðirnar og því telur embættið að almennt þurfi að auka aga og virðingu fyrir lyfjum og vanda alla umgengni um þau og ráðstöfun.“

Þá er sagt að vandséð yrði hvernig sú mikla þekking og reynsla sem krafist er í apótekum geti verið til staðar í almennum verslunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum