Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Eyjan

Bjarni kynnir nýja ríkisstofnun til leiks- Skatturinn

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. október 2019 13:00

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, til laga um breytingar á tollalögum og fleiri lögum, er lagt til að embætti ríkisskattstjóra og tollstjóra verði sameinuð í öflugri og leiðandi upplýsingastofnun, Skattinum. Markmið breytinganna er að bæta þjónustu og hafa samþættingu, sjálfvirknivæðingu og stafræna opinbera þjónustu að leiðarljósi, samkvæmt tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Í frumvarpinu felst að sameina verkefni á sviði tollafgreiðslu og tollgæslu, sem embætti tollstjóra annast nú, og þau verkefni sem embætti ríkisskattstjóra sinnir. Verði frumvarpið að lögum mun tollafgreiðsla og tollgæsla færast til ríkisskattstjóra frá og með 1. janúar 2020 og mun ríkisskattstjóri stýra hinni nýju stofnun, Skattinum.

„Hún verður betur í stakk búin til að takast á við áskoranir til framtíðar en tvær minni sjálfstæðar stofnanir, almenningi, starfsmönnum, ríkisaðilum og samfélaginu til hagsbóta. Ljóst er að mikil tækifæri felast í því að heildarferli þjónustu, álagningar, innheimtu og eftirlits sé á hendi eins og sama aðilans. Árangur við vettvangseftirlit tollgæslu ætti að aukast, auk þess sem möguleikar til að takast á við stærri efnahagsbrot innanlands og yfir landamæri, s.s. peningaþvætti, verða meiri,“

segir í tilkynningu.

Frumvarpið byggist á vinnu nefndar um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í júní 2018. Nefndin lagði til að innheimta opinberra gjalda, sem tollstjóri annaðist, yrði færð til ríkisskattstjóra og varð frumvarp þess efnis að lögum í desember 2018. Þann 1. maí 2019 fluttist innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu til ríkisskattstjóra.

Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum og fleiri lögum á vef Alþingis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bretar sjá um loftrýmisgæslu NATO við Ísland

Bretar sjá um loftrýmisgæslu NATO við Ísland
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ágúst Ólafur sagður hafa hlaupið á sig – „Ég þooooli ekki svona stjórnmál“ – „Röng framsetning“

Ágúst Ólafur sagður hafa hlaupið á sig – „Ég þooooli ekki svona stjórnmál“ – „Röng framsetning“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Þar fór öndvegismaður“ – Sjálfstæðismenn minnast Birgis Ísleifs – Davíð rifjar upp gamansögu

„Þar fór öndvegismaður“ – Sjálfstæðismenn minnast Birgis Ísleifs – Davíð rifjar upp gamansögu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íbúðalánasjóður úthlutar 3,2 milljörðum til húsnæðis um allt land

Íbúðalánasjóður úthlutar 3,2 milljörðum til húsnæðis um allt land
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Leigjendur eru ekki velkomnir í stjórnir húsfélaga Félagsbústaða“

„Leigjendur eru ekki velkomnir í stjórnir húsfélaga Félagsbústaða“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Akureyringar fá tvær heilsugæslur

Akureyringar fá tvær heilsugæslur