fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Samfylking og Píratar sameinast um grænan sáttmála – Ísland verði kolefnishlutlaust land

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. október 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um grænan samfélagssáttmála sem tekur til allra sviða þjóðlífs. Síðastliðið vor lögðu flokkarnir báðir fram svipaðar tillögur en með framlagningu þessa þingmáls eru tillögur flokkanna sameinaðar.

„Þótt aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sé ágætt fyrsta skref gengur hún of skammt og er of litlu fjármagni varið í loftslagsaðgerðir. Ísland hefur tækifæri til að vera fyrirmynd í loftslagsmálum en mikið skortir upp á svo að sá möguleiki raungerist.  Til þess að ná árangri er nauðsynlegt að stjórnvöld og almenningur sameinist um allsherjar endurhugsun á grunnstoðum samfélagsins. Þar eru öll svið þjóðfélagsins undir: hagkerfið, matvælaframleiðsa, neysluvenjur, orkuframleiðsla og svo mætti lengi telja. Samþykkt þessarar tillögu myndi bjóða upp á stórt skref í átt að þeirri endurskoðun,“

segir í greinagerð.

Flutningsmenn leggja til að forsætisráðherra boði til þjóðfundar um „Græna Ísland“ vorið 2020 og í kjölfar hans verði tillögur um grænan samfélagssáttmála unnar af fulltrúum allra stjórnmálaflokka í framtíðarnefnd forsætisráðherra, í samráði við umhverfis- og auðlindaráðherra og fjármálaráðherra, auk þess sem fram fari endurskoðun á gildandi lögum og stefnu. Framtíðarnefnd skili tillögum sínum til forsætisráðherra eigi síðar en 1. febrúar 2021.

Tillögurnar fela í sér að eftirfarandi markmiðum verði náð fyrir árið 2030:

1.  Ísland verði kolefnishlutlaust land, en þess skal gætt að aðgerðirnar bitni sem minnst á launafólki og jaðarsettum hópum.
2.  Efnahagsleg framtíð landsins verði tryggð með sjálfbærni sem ófrávíkjanlegu skilyrði.
3.  Teknir verði upp nýir mælikvarðar á velsæld í hagkerfinu, með hliðsjón á þörfinni á velmegun án vaxtar sem minnkar álagið á umhverfið.
4.  Ráðist verði í verulegar fjárfestingar á nauðsynlegum innviðum og uppbyggingu til að markmið sáttmálans nái fram að ganga innan settra tímamarka, í samræmi við viðmið milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál.
5.  Ísland verði í framvarðasveit ríkja þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsvánni.
6.  Stuðlað verði að auknu alþjóðlegu samstarfi og samtali um tæknileg málefni, sérfræðiaðstoð, vörur, þjónustu og fjármagn sem gæti nýst öðrum þjóðum við kolefnisbindingu og að ná kolefnishlutleysi.
Hlekkur á málið: https://www.althingi.is/altext/150/s/0031.html

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun