fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Vilja byggja tugmilljarða hátæknisorpbrennslustöð á Íslandi – Kostaði 84 milljarða í Köben

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. október 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Gauti Hjaltason er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem lögð var fram á þingi í dag, er felur umhverfis – og auðlindaráðherra að kanna hagkvæmni og möguleika þess að reisa hátæknisorpbrennslustöð sem meðhöndli mest allt eða allt sorp sem ekki er unnt að endurvinna hér á landi:

„Ljóst er að með vaxandi kröfum í umhverfismálum verða þjóðir heims hver fyrir sig að sjá um að eyða því sorpi sem til fellur hjá þeim með umhverfisvænum og hagkvæmum hætti. Því er tímabært að Íslendingar komi á fót eigin hátæknisorpbrennslustöð sem byggð yrði samkvæmt ýtrustu kröfum um mengunarvarnir,“

segir í greinagerð.

Meðflutningsmenn eru Björn Leví Gunnarssonar, Pírötum og Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki, ásamt þingmönnum Miðflokksins.

Ísland í rusli

Í greinargerð er einnig tekið fram að magn úrgangs hafi farið vaxandi síðustu ár, en árið 2016 var það yfir milljón tonn. Í ársskýrslu Umhverfisstofnunar fyrir árið 2017 kemur fram að  hver landsmaður losar sig að jafnaði við 660 kg af heimilisúrgangi á ári.

Hluti þess fer til endurvinnslu en það sem eftir stendur er að mestu urðað á tilteknum urðunarstöðum víðs vegar um landið, m.a. í Álfsnesi, í Fíflholti á Mýrum og við Blönduós, ásamt öðrum úrgangi.

  „Hátæknisorpbrennslustöðvum fylgja fjölmargir kostir. Með því að brenna sorp í hátæknibrennslustöð er sorpinu breytt í nýtanlega orku, raforku og hitaorku. Þá skila nýjustu hátæknisorpbrennslustöðvarnar tiltölulega lítilli loftmengun, langt innan þeirra marka sem leyfileg eru. Minna land fer til spillis og grunnvatn mengast síður. Rannsóknir sýna að kolefnisspor frá brennslu í háþróuðum sorpbrennslustöðvum reynist minna en af sorpi sem hlaðið er upp í landfyllingum,“

segir í tillögunni.

Dýr framkvæmd

Í greinagerðinni er vísað til hátæknibrennslustöðvar í Amager í Kaupmannahöfn sem tók til starfa árið 2017. Er hún rómuð fyrir litla mengun og mikil afköst, en af þaki hennar liggja til dæmis skíðabrekkur og eru veggirnir sérútbúnir fyrir klifrara.

Áætlaður kostnaður stöðvarinnar er 670 milljónir dollara, eða sem nemur um 84 milljörðum króna, en til samanburðar má nefna að áætlaður kostnaður við nýtt hátæknisjúkrahús við Hringbraut er sagður um 55 milljarðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum