fbpx
Sunnudagur 13.október 2019  |
Eyjan

Varúðarreglur Gylfa Zoega: „Við skulum vona það besta en búa okkur undir það versta“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 24. ágúst 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Zoega, professor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir mik­il­vægt að stjórn­völd á hverjum tíma hafi hags­muni allrar þjóð­ar­innar í huga þegar ákvarð­anir eru teknar um þjóð­hags­varúð í efna­hags­mál­um.

Í grein sem birtist í nýjustu útgáfu Vísbendingar segist Gylfi vona að stjórnvöld á komandi árum hugi að þjóðarhag í stað þess að hygla sér og sínum. „Stjórn­völd gætu tekið ákvarð­anir á næstu árum sem stefna stöð­ug­leika hag­kerf­is­ins í hættu,“ segir Gylfi og tekur fram að fæstir geti hagn­ast á gerðum sem stefna fjár­hag ann­arra í hættu. Þess vegna eru var­úð­ar­reglur nauð­syn­leg­ar að hans sögn, svo að ekki sé lent í sömu gryfju frá því 2003-2007. „Við skulum vona það besta en búa okkur undir það versta.“

Samkvæmt Gylfa hefur gengið vel á und­an­förnum tíu árum í efna­hags­málum hér á landi, sökum heppni, tilviljanna og bættrar hagstjórnar. „Verð­bólga hefur verið lág, atvinnu­leysi sömu­leið­is, hag­vöxtur mynd­ar­legur og vextir sögu­lega mjög lág­ir. Afgangur hefur verið á við­skiptum við útlönd, eigna­staða gagn­vart útlöndum aldrei betri og gjald­eyr­is­forði meiri en 600 millj­arðar króna.“

Gylfi segir að grund­völlur aðgerða sem gætu leitt af sér nýtt hættu­á­stand sé sú trú, eða blekk­ing, að áfallið 2008 staf­aði ein­ungis af hinni alþjóð­legu fjár­málakreppu. Hann telur svo upp þá atburði sem gætu fram­kallað nýtt fjár­mála­hrun og biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika. Atriðin eru eft­ir­far­and­i:

 

1. Eig­in­fjár­krafa banka lækk­uð.

Rök­stutt með því að verið sé að draga úr kostn­aði við banka­rekstur sem er satt en gerir bönkum einnig kleift að auka útlána meira og hrað­ar. Hröð aukn­ing útlána myndi minnka gæði útlána­safna og aukar líkur á útlánatapi.

 

2. Slakað á tak­mörk­unum á lánum í erlendri mynt til óvar­inna inn­lendra aðila; fyr­ir­tækja, ein­stak­linga og sveit­ar­fé­laga.

Rök­stutt á þann hátt að ein­stök fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar geti ávallt staðið í skilum ef gengi krónu fellur ef erlendu lánin eru ekki of hátt hlut­fall af heild­ar­skuldum en gleym­ist að lýsa áhrifum þess að allir taki slík lán. Þegar stór hluti fyr­ir­tækja tekur lán verður það til þess að hækka gengi krón­unnar sem skapar hvata fyrir enn fleiri að taka erlend lán. Þegar erlendir bankar og fjár­festar kippa síðar að sér hend­inni og vilja fá end­ur­greitt þá fellur krónan og skuldir í krónum stökk­breytast, fyr­ir­tæki verða tækni­lega gjald­þrota.

 

3. Mögu­leikar ann­arra, sér­stak­lega líf­eyr­is­sjóða, til þess að keppa við bank­ana tak­mark­að­ir. 

Eykur hagnað banka á kostnað almenn­ings. Erfitt að rök­styðja. En rök­stuðn­ingur verður án efa ein­hver.

 

4. Dregið úr tak­mörk­unum á bónus greiðslum í banka­kerf­in­u. 

Rök­stutt með því að ann­ars verði grunn­laun of há og of litlir hvatar til góðrar frammi­stöðu. En bónus greiðslur verð­launa umsvif, t.d. mældum í umfangi nýrra útlána, og gæði útlána­safna eru því verri sem þau vaxa hrað­ar. Bankar verða brot­hættir við það að útlán vaxa hratt.

 

5. Fjár­mála­eft­ir­lit, sem verður hluti af Seðla­bank­an­um, verður skiln­ings­ríkt á þarfir og óskir  stjórn­enda bank­anna.

Full­yrt að fjár­mála­eft­ir­lit sé gott. Í raun verður það stimp­ill sem segir að aðgerðir banka séu lög­legar óháðar því hvort þær séu hættu­legar fyrir fjár­mála­kerf­ið.

 

6. Full­yrt að fjár­mála­stöð­ug­leiki grund­vall­ist á góðum hagn­aði banka.

Hljómar vel en er hættu­legt. Munið eftir miklum hagn­aði gömlu bank­anna fram að and­láti. Það skiptir máli hvernig hagn­aður verður til, hvort hann er búinn til af end­ur­skoð­endum eða hvort hann í raun eykur eigið fé.

 

7. Hömlur á inn­flæði kviks fjár­magns (sér­stök bindi­skylda) ekki virkjuð þegar inn­lend fjár­mála­fyr­ir­tæki byrja að selja skráð krónu­skulda­bréf til erlendra fjár­festa í miklu magni.

Rétt­lætt með því að frjálst flæði auki hag­kvæmni og sé í sam­ræmi við alþjóð­lega samn­inga (ES­B).  En inn­flæðið skekkir inn­leitt vaxtaróf og hækkar gengi. Tveir kostir eru í boði. Ann­ars vegar að hafa sömu lágu vext­ina og á evru­svæð­inu en vextir nálægt 0% myndu valda hækkun fast­eigna- og hluta­bréfa­verðs og draga úr inn­lendum sparn­aði. Hins vegar mætti halda vöxtum óbreyttum og láta gengi krón­unnar hækka vegna vaxta­mun­ar­við­skipta, verð á inn­flutn­ingi félli og við­skipta­halli mynd­að­ist. Erlendir fjár­festar gætu síðar selt bréfin og krónan myndi þá falla skyndi­lega. Fjár­mála­stöð­ug­leika væri stefnt í hættu.

8. Bankar seldir til póli­tískt tengdra aðila í skuld­settri fléttu, a.m.k. einn ef ekki tveir. Það sem eftir situr í eigu rík­is­ins verður einnig undir stjórn póli­tískt tengdra aðila.

Full­yrt að nýjir eig­endur séu ekki póli­tískt tengdir þótt þeir séu það. Þessi síð­asti liður myndi hella olíu á eld­inn sem mynd­að­ist í atriðum 1-7 hér að ofan vegna þess að stjórn­valds­að­gerðir tækju í meira mæli mið af sér­hags­munum þess­ara aðila en ekki þjóð­hags­var­úð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu