fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Eyjan

Baldur gagnrýnir sjálfstæðisáráttu Íslendinga – „Við viljum minna íslenskt og meira útlenskt, alls stað­ar“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 19:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur S. Blöndal skrifaði skoðanapistil um sjálfstæðisáráttu Íslendinga sem birtur var á Kjarnanum í dag. Hann segir hugmyndina um að Ísland skuli vera sjálfstætt ríki gagnvart erlendum öflum vera rótgróna í samfélags- og stjórnmálaumræðuna í landinu.

„Sú hug­mynd er ein af þeim fáu sem er raun­veru­lega sett í fram í áróð­urs­formi af stjórn­völdum og nýtur þverpóli­tísks sam­þykk­is. Flestir þekkja hin fleygu orð „vér mót­mælum all­ir“ og kann­ast við verk Gunn­laugs Blön­dal af fund­inum dramat­íska 1851. Fáir virð­ast til­búnir að gagn­rýna þessa hug­mynd opin­ber­lega eða spyrja hvort það sé í raun og veru skyn­sam­legt að vera rúm­lega 300.000 manna þjóð að reka eins ein­angrað ríki og við mögu­lega get­um. Hvers vegna er hug­myndin um að Ísland þurfi að remb­ast við að vera algjör­lega sjálf­stætt enn í umræð­unni 75 árum eftir að lýð­veldið Ísland var stofn­að?“

Baldur segir það liggja í augum uppi hvaðan þessi sjálfstæðisárátta Íslendinga kemur. 

Þann 17. júní 1944 var fyrsta stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins Íslands sam­þykkt sem færði lög­gjaf­ar- og fram­kvæmd­ar­vald frá dönsku krún­unni í hendur hins íslenska for­seta. Hug­myndin um full­kom­lega sjálf­stætt Ísland sem hina sönnu birt­ing­ar­mynd íslensku þjóð­ar­innar kom til vegna þess að við vorum alls ekki sjálf­stæð og töldum hag okkar betur borgið ef rík­is­valdið væri að öllu leyti stað­sett hérna á sker­inu. Alls ekki galin hug­mynd í upp­hafi 20. ald­ar. En aðstæður eru að öllu leyti breyttar núna á hinu herr­ans ári 2019 þegar alþjóða­sam­starf, frjáls við­skipti milli þjóða og frjálsir fólks­flutn­ingar eru horn­steinar hag­kerfa þeirra ríkja sem við viljum helst bera okkur saman við.“

Hann segir að ef stjórnskipan Íslands yrði borin saman við nálæg ríki sé það ljóst að Ísland sé töluvert „sjálfstæðara“ en gengur og gerist.

„Stjórn­ar­skráin okkar hefur engin ákvæði að geyma um fram­sal rík­is­valds til alþjóða­stofn­ana þrátt fyrir að ein­hver þeirra hafi verið svo túlkuð að þau leyfi slíkt vegna EES-­samn­ings­ins. Þetta ein­kenni íslenskrar stjórn­skip­unar má rekja til stofn­unar lýð­veld­is­ins þegar fyrsta stjórn­ar­skráin var rissuð upp með það eina mark­mið að koma æðsta vald­inu, þá kon­ungs­vald­inu, í hendur hins íslenska for­seta. Þá var ætl­unin að breyta stjórn­ar­skránni seinna enda bygg­ist hún að miklu leyti á grunni frá 1874. Ef við lítum til Evr­ópu eru flest ríki þar ann­að­hvort með­limir í Evr­ópu­sam­band­inu, sem gerir þau sjálf­virkt minna „sjálf­stæð“ skv. skil­grein­ingu íslenskra sjálf­stæð­is­sinna, eða sitja við hlið Íslands í EES. Hin eina und­an­tekn­ing á þessu er Sviss sem hefur tölu­vert frábrugðna stjórn­skipan sem bygg­ist að miklu leyti á ríkri hefð fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­um. Ef við horfum til Banda­ríkj­anna sjáum við marglaga stjórn­kerfi með alrík­is­stjórn­ina efst og 51 ríki sem myndu ekki telj­ast „sjálf­stæð“ ef við notum mæli­kvarð­ann sem hér­lendir sjálf­stæð­is­sinnar vilja miða við. Verður hér að telja ríki á borð við San Mar­ino, Vatíkanið og Banda­ríkin (sem eitt risa­stórt ríki) algjör­lega ósam­bæri­leg við Ísland og þær vanga­veltur sem hér eru uppi.“

Baldur segir að sjálfstæðissinnum Íslands hafi tekist nokkuð vel að viðhalda þessu sjálfstæði sem þeir þrá svo heitt, að undanskildum hernaðarumsvifum NATO. Hann tekur fram að þessi umsvif virðist ekki skipta sjálfstæðissinnana svo miklu máli.

„Hver er þá fram­tíð sjálf­stæðs Íslands? Fleiri nýir ostar frá MS? Fleiri teg­undir mar­iner­ingar fyrir SS-kóti­lett­urn­ar?“

Háværar raddir

Baldur segir að nú séu uppi háværar raddir sem gagnrýna allt það sem tengist Evrópusamvinnu. 

„Dæmi um það er hin sterka and­staða við þriðja orku­pakk­ann og við­brögð þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Jóns Stein­ars Gunn­laugs­sonar o.fl. við dómi Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í máli Guð­mundar Andra Ást­ráðs­son­ar. Þar voru uppi raddir um að hætta í MDE sem hefur verið einn helsti drif­kraftur fyrir rétt­ar­bótum á Íslandi síðan við fengum aðild að hon­um, eins og Ragnar Aðal­steins­son benti rétti­lega á í Kast­ljós­þætti þar sem Jón Steinar Gunn­laugs­son viðr­aði hug­myndir sínar um að ein­angra okkur frekar frá erlendum öfl­um. “

Baldur veltir fyrir sér viðbrögðum Jóns Steinars við dómi mannréttindadómstólsins. Hann segir viðbrögðin áhugaverð vegna þess að í stað þess að taka dóm­inn til efn­is­legrar grein­ingar benti Jón á að hér væri erlent afl að vasast í skipan íslenskra dóm­stóla.

„Við­brögð sem þessi und­ir­strika hve ein­kenni­leg þessi kenni­setn­ing um algjört sjálf­stæði getur reynst í raun­heim­um. Sig­ríður Á. And­er­sen tekur per­sónu­lega ákvörðun sem hand­hafi íslensks rík­is­valds og brýtur lög við skipan dóm­ara með því að fara á svig við mat hæfn­is­nefndar (Hrd. 519/2017). Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu bendir á að þarna sé stór­lega vegið að rétt­ar­rík­inu þegar per­sónu­legt gild­is­mat einnar mann­eskju um hvað henni þyki rétt­lát eða per­sónu­lega hag­stæð nið­ur­staða í hæfn­is­mati vegur þyngra en lög um skipan dóm­stóla. Við­brögð sjálf­stæð­is­manna eins og Jóns eru þá þau að gráta krókó­díla­tárum yfir því að full­veldi Íslands sitji í gapa­stokki og að dómar eins og þessir séu til þess fallnir að tefla sjálf­stæði Íslands í stór­hættu. Sjálf­stæði hverra? Jón hefur aug­ljós­lega engar sér­stakar áhyggjur af sjálf­stæði íslenskra dóm­stóla svo lengi sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur áfram að skipa þá.“

Baldur segir það vera mikilvægt að muna að langflestar eftirlitsstofnanir og dómstólar sem sjálfstæðissinnar óttast séu stofnanir þar sem fjölmörg ríki taka ákvarðanir í sameiningu.

„Íslenski full­trú­inn hefur til dæmis jafn mikið vægi og marg­falt fjöl­menn­ari ríki við ákvörð­un­ar­töku í Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Ein und­an­tekn­ing frá þessu er að Ísland á lít­inn sem engan þátt í ákvarð­ana­tökum Evr­ópu­sam­bands­ins þrátt fyrir þau miklu áhrif sem þær hafa á íslenska lög­sögu í gegnum EES-­samn­ing­inn. Þessa vald­þurrð má rekja til sjálf­stæð­is­áráttu okkar en til þess að fá að taka þátt í ákvarð­ana­töku ESB þyrftum við fyrst að ganga í ESB, en þá værum við auð­vitað að afsala valdi til „er­lendra aðila“ í augum sjálf­stæð­is­sinna.“

Hvaða erindi á hugmyndin um sjálfstætt Ísland í dag?

Baldur veltir því einnig fyrir sér hvaða erindi hugmyndin um rækilega sjálfstætt Ísland eigi í dag.

„Margir myndu segja að hún ætti meira erindi en nokkru sinni fyrr, nú þurfi virki­lega að girða fyrir landa­mærin og hleypa engum líf­verum inn, hvorki lif­andi né dauð­um. Enn fremur rímar þessi rót­gróna hug­mynd vel við þann áróður öfga­þjóð­ern­is­sinna, popúlista og ras­ista sem hasla sér völl víðs vegar um Evr­ópu með því að ala á andúð á inn­flytj­endum og þess háttar.“

Baldur telur það líklegt að þeir flokkar sem hafa verið hvað háværastir í gagnrýni á Evrópusamvinnu muni nýta sér þessa hugmynd til frekari einangrunar Íslands.

Hann segir að flokkar eins og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Mið­flokk­ur­inn, Fram­sókn og Flokkur fólks­ins muni gera það með harðari og enn ómannúðlegri stefnu í innflytjendamálum en gengur og gerist í dag.

Baldur segir alþjóðastjórnmál vera einkennileg hvort sem litið er til sjónvarpsforsetans Trump í Bandaríkjunum eða til Boris Johnson í Bretlandi.

„Frasar eins og „Make Amer­ica great aga­in“ í Banda­ríkj­unum og „We want our country back“ í Bret­landi hafa reynst góð leið til að raka saman atkvæðum og því eru slag­orð á borð við „Ís­land fyrir Íslend­inga“ og „Fyrir sjálf­stætt Ísland“ eitt­hvað sem Mið­flokk­ur­inn og aðrir popúlistar ættu auð­veld­lega að geta hrópað eftir allt það sjálf­stæð­is­tal sem berg­málað hefur í íslenskum stjórn­málum í 100 ár.“

Hann talar því næst um íslensku krónuna og segir hana virka eins og stjórnlausan fleka sem þjóðin stendur dauðhrædd á. Hann segir þetta allt vera gert í þágu fjár­sterkra útflutn­ings­fyr­ir­tækja sem þekkja sveifl­urnar og kunna að forða gjald­eyr­inum sínum þegar nið­ur­sveifla er í vænd­um.

„Krónan er dýr í rekstri og ein­fald­lega fárán­legur remb­ingur að halda í hana í stað þess að leita stuðn­ings sterkara hag­kerfis eins og býðst okkur í Evr­ópu. Þar er eins og ann­ars staðar í íslensku stjórn­ar­fari ríg­haldið í ein­hvers­konar gam­alt stolt um að við getum vel staðið á eigin fótum og rekið tröllauknar stofn­anir sem sjá um gjald­eyr­inn í stað þess að nýta hið evr­ópska hag­kerfi sem við eigum svo greiðan aðgang að og nota eigin fjár­muni í skyn­sam­legri ráð­staf­an­ir, eins og aðgerðir sem miða að því að lækka vöru­verð á Íslandi sem er hærra en þekk­ist í nokkru öðru landi í Evr­ópu.“

Baldur segir þessa hugvekju sína ekki vera ritaða í þeim tilgangi að fræða lesendur um sögu, hagfræði eða lögfræði enda sé hann ekki sérfræðingur í því.

„Öllu heldur var ætl­unin að varpa fram þeirri spurn­ingu hvort sá ein­beitti vilji þeirra sem stjórna land­inu til að halda valda­sprotum og eft­ir­liti með vald­höfum algjör­lega inn­an­lands þjóni raun­veru­legum hags­munum borg­ara lands­ins. Eða er þessi sjálf­stæð­is­árátta bara hula sem þau fáu nýta sér til að halda vald­inu yfir okkur hinum án þess að þurfa að sæta eft­ir­lit­i?“

Hann telur Íslendinga, sérstaklega þá ungu, vera langþreytta á þessu leikriti.

„Við viljum minna íslenskt og meira útlenskt, alls stað­ar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ísland reiðubúið að styðja Líbanon eftir sprenginguna í Beirút

Ísland reiðubúið að styðja Líbanon eftir sprenginguna í Beirút
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Guðna vera forseta elítunnar

Segir Guðna vera forseta elítunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum