fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Vatnsmýrin fær póstnúmerið 102 – Kostar 2,3 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. júní 2019 19:00

Mynd af vef Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra að greiða kostnað vegna stofnunar nýs póstnúmers í Vatnsmýrinni. Kostnaðurinn fellur til við stofnun nýs póstnúmers hjá Íslandspósti og er hann 2.3 milljónir króna auk virðisaukaskatts.

Borgarráð samþykkti 17. janúar sl. að fara þess á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts  að Vatnsmýrin fengi póstnúmerið 101. Samþykkt var að sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102 og að mörk við póstnúmer 107 og 105 haldist óbreytt.

„Nýja póstnúmerið 102 er í mínum huga mikið fagnaðarefni og tímabært mál. Ýmsar borgir eiga í miðborgum sínum gamla bæinn og nýja bæinn og þannig má segja að samspilið verði milli 101 og 102 Reykjavík. Nýja póstnúmerið 102 Reykjavík er eitt mesta uppbyggingarsvæðið á núverandi vaxtarskeiði borgarinnar. Nú þegar póstnúmerið er orðið að veruleika tekur 102 Reykjavík við af 101 Reykjavík sem það póstnúmer þar sem mesta uppbygging landsins á sér stað. Innan póstnúmersins eru Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Stúdentagarðar Háskóla Íslands, háskólagarðar HR og Vísindagarðasvæðið, ásamt Reykjavíkurflugvelli. Til viðbótar er þarna gamla og nýju byggðin í Skerjafirði, nýja byggðin á Hlíðarenda og útivistarperlan í Nauthólsvík,“

segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Sjá fundargerð borgarráðs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?