fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Eyjan

Klausturmálið komið til Siðanefndar Alþingis

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 13:27

Skjáskot af RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa vísað Klausturmálinu til Siðanefndar Alþingis. Kjarninn greinir frá.

Steinunn og Haraldur vísa málinu frá forsætisnefnd, hvar þau voru kjörin tímabundnir varaforsetar í janúar, þar sem aðrir varaforsetar voru vanhæfir til að fjalla um málið, þar sem þeir höfðu tjáð sig um það í fjölmiðlum áður en nefndinni gafst færi á að fjalla um málið.

Siðanefnd skilaði áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar í lok mars þar sem það var talið falla undir gildissvið siðareglna þingmanna, en þar segir til dæmis:

„Al­­þing­is­­­menn eru op­in­ber­ar per­­­són­­­ur, sú hátt­­­semi sem um ræðir átti sér stað á op­in­ber­um vett­vangi og teng­ist mál­um sem hafa verið áber­andi í þjóð­­fé­lags­um­­ræð­unni. Þar sem hátt­ernið varðar al­­­menn­ing verður ekki litið á þau at­vik sem hér um ræðir sem einka­­­sam­­tal.“

Siðanefndina skipa þau Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild HÍ, og Salvör Nordal, sérfræðingur við Siðfræðistofnun HÍ.

Nefndin var skipuð árið 2017 og eru hún skipuð til fimm ára.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG