fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Halldóra Mogensen um vinnustöðvun forstjóra: „Efast um að nokkur myndi taka eftir því“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. mars 2019 19:45

Halldóra Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir ábyrgð þerna sem eru í verkfalli í dag, ansi mikla ef vinnustöðvun þeirra hafi jafn mikil áhrif og raun ber vitni og ógni stöðugleikanum í þjóðfélaginu. Segir hún að samkvæmt því ættu þær að fá laun til samræmis við þá ábyrgð:

„Í dag hefja hótelþernur verkfall og fjölmiðlar loga með fréttum af skaðsemi verkfallsins á afkomu ferðaiðnaðarins. Eins og öll ábyrgðin á stöðugleikanum falli á herðar láglaunakvenna frekar en á herðar stjórnvalda. Ríkisstjórnin hefði getað hlustað á verkalýðshreyfinguna og lagt til alvöru tillögur til úrbóta en kaus að gera það ekki. En svo er spurning hvernig við metum ýmis störf í samfélaginu. Er það ekki einmitt vísbending um mikilvægi hótelþerna þegar verkfall þeirra hefur jafn mikil áhrif á starfsemi hótela og raun ber vitni? Ættu launin ekki að vera í samræmi við þá erfiðisvinnu sem þessar konur vinna?“

Þá varpar Halldóra fram athyglisverðri vangaveltu um hvað myndi gerast ef forstjórar, sem þiggja gjarnan býsna há laun, færu í verkfall:

„Það væri áhugavert að sjá hvort sólahringsverkfall hótelforstjóra eða nokkurra annarra forstjóra myndi setja samfélagið á hliðina. Ég efast um að nokkur myndi taka eftir því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi