fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Haukur segir tjáningarfrelsið í hættu: „Það er ekkert frjálslynt við að banna brandara“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 11:00

Haukur Örn Birgisson Mynd/Golf1.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands og pistlahöfundur á Fréttablaðinu, segir að tjáningarfrelsið eigi undir högg að sækja og sé dottið úr tísku. Fáránlegar kröfur um að setja hömlur á ýmiss konar ummæli heyrist daglega. Þetta kemur fram í Bakþönkum Hauks í Fréttablaðinu. Haukur segir að kröfurnar um hömlur á tjáningarfrelsið komi ætíð frá fólki með góðan vilja sem vilji ekki að fólk særist vegna ummæla annarra. Málið sé hins vegar ekki svo einfalt. Haukur skrifar:

„Í bandarískum háskólum (reyndar einnig HR) keppast viðkvæmir nemendur við að fá kennara með vondar skoðanir rekna frá skólunum. Umdeildir fyrirlesarar eru stöðvaðir við upphaf málþinga. Skemmtikraftar undirrita yfirlýsingar um að þeir muni ekki segja brandara sem gætu móðgað tiltekna áhorfendur. Allt í nafni umburðarlyndis og frjálslyndis. Það gleymist að það er ekkert frjálslynt við að banna brandara, þótt flestum finnist þeir ekki fyndir. Það er ekki til hlutlægur mælikvarði á húmor.“

Haukur bendir á að ókurteisi og dónaskapur séu verðmiði á frjálsu samfélagi. Fólk verði að fá að hafa vondar skoðanir og slæmar hugmyndir hverfi ekki við að þær séu bannaðar:

„Það verður alltaf til ókurteist, vont og ófyndið fólk. Einnig fólk með fráleitar skoðanir. Það má samt ekki banna fólki að segja ljóta hluti. Engar af verstu hugmyndum mannkynssögunnar hurfu úr umræðunni, vegna þess að þær voru bannaðar. Þvert á móti. Hvort sem fólk er heimskt, vont, dónalegt eða með vondan húmor – þá verður það að fá að tjá sig. Jafnvel þótt aðrir kunni að særast vegna þeirra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum